Átta skáldkonur frá jaðarsvæðum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. júlí 2014 11:00 Valgerður Þóroddsdóttir. „Svo kom þessi frábæri titill á hátíðina sem vísar bæði til þess að vera á jaðrinum landfræðilega og hvað varðar tungumálið.“ Vísir/Vilhelm „Þetta eru allt skáldkonur frá jaðarsvæðum Norðurlandanna, þeim þjóðum sem taka þátt í norrænu samstarfi en hafa ekki norrænu kjarnamálin að móðurmáli,“ segir Valgerður Þóroddsdóttir, ein af driffjöðrum Meðgönguljóða og þátttakandi í hátíðinni. „Svo kom þessi frábæri titill á hátíðina sem vísar bæði til þess að vera á jaðrinum landfræðilega og hvað varðar tungumálið.“ Tvær skáldkonur frá vestnorræna málsvæðinu heimsækja hátíðina, Katti Frederiksen frá Grænlandi og Vónbjørt Vang frá Færeyjum. Austan megin úr álfunni, frá Finnlandi, koma Juuli Niemi og Vilja-Tuulia Huotarinen. Ásamt erlendu gestunum mæta til leiks íslensku skáldkonurnar Arngunnur Árnadóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Björk Þorgrímsdóttir og svo Valgerður. „Þetta eru allt konur í yngri kantinum, sem sé undir fertugu,“ segir Valgerður. Í dag munu skáldkonurnar dreifa sér í fjögur útibú Borgarbókasafns í borginni, tvær í hvert safn, og lesa upp ljóð sín klukkan 17. „Á morgun verður síðan blönduð dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem erlendu skáldkonurnar munu lesa ljóð sín og fram fara pallborðsumræður þar sem búast má við fjörugu spjalli,“ segir Valgerður. Dagskráin þar hefst einnig klukkan 17. Í tilefni hátíðarinnar munu Meðgönguljóð gefa út safnrit með ljóðum eftir öll skáldin, bæði á frummáli og í íslenskri þýðingu. „Bókin kemur út í dag og verður fáanleg á hátíðinni, en seinna verður henni auðvitað dreift í bókabúðir og á bókasöfn. Hún er hugsuð bæði sem minnisvarði um hátíðina og til að varðveita þau tengsl sem hafa skapast milli skáldkvenna þessara þjóða,“ segir Valgerður. „Ég held til dæmis að það hafi ekkert mörg ljóð verið þýdd á íslensku úr grænlensku og færeysku og það er ekkert offramboð af þýðingum úr finnsku heldur.“ Hátíðin er samstarfsverkefni Meðgönguljóða og Kvenréttindafélags Íslands og Valgerður segist vonast til að þetta sé aðeins byrjunin á frjóu samstarfi skáldkvenna frá jaðarsvæðunum. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta eru allt skáldkonur frá jaðarsvæðum Norðurlandanna, þeim þjóðum sem taka þátt í norrænu samstarfi en hafa ekki norrænu kjarnamálin að móðurmáli,“ segir Valgerður Þóroddsdóttir, ein af driffjöðrum Meðgönguljóða og þátttakandi í hátíðinni. „Svo kom þessi frábæri titill á hátíðina sem vísar bæði til þess að vera á jaðrinum landfræðilega og hvað varðar tungumálið.“ Tvær skáldkonur frá vestnorræna málsvæðinu heimsækja hátíðina, Katti Frederiksen frá Grænlandi og Vónbjørt Vang frá Færeyjum. Austan megin úr álfunni, frá Finnlandi, koma Juuli Niemi og Vilja-Tuulia Huotarinen. Ásamt erlendu gestunum mæta til leiks íslensku skáldkonurnar Arngunnur Árnadóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Björk Þorgrímsdóttir og svo Valgerður. „Þetta eru allt konur í yngri kantinum, sem sé undir fertugu,“ segir Valgerður. Í dag munu skáldkonurnar dreifa sér í fjögur útibú Borgarbókasafns í borginni, tvær í hvert safn, og lesa upp ljóð sín klukkan 17. „Á morgun verður síðan blönduð dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem erlendu skáldkonurnar munu lesa ljóð sín og fram fara pallborðsumræður þar sem búast má við fjörugu spjalli,“ segir Valgerður. Dagskráin þar hefst einnig klukkan 17. Í tilefni hátíðarinnar munu Meðgönguljóð gefa út safnrit með ljóðum eftir öll skáldin, bæði á frummáli og í íslenskri þýðingu. „Bókin kemur út í dag og verður fáanleg á hátíðinni, en seinna verður henni auðvitað dreift í bókabúðir og á bókasöfn. Hún er hugsuð bæði sem minnisvarði um hátíðina og til að varðveita þau tengsl sem hafa skapast milli skáldkvenna þessara þjóða,“ segir Valgerður. „Ég held til dæmis að það hafi ekkert mörg ljóð verið þýdd á íslensku úr grænlensku og færeysku og það er ekkert offramboð af þýðingum úr finnsku heldur.“ Hátíðin er samstarfsverkefni Meðgönguljóða og Kvenréttindafélags Íslands og Valgerður segist vonast til að þetta sé aðeins byrjunin á frjóu samstarfi skáldkvenna frá jaðarsvæðunum.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira