Bryan Adams heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2014 08:49 Bryan Adams kemur fram á tónleikum í Hörpu í sumar. Vísir/Getty Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones-hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmtilegur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa listamanninn í mikilli nálægð og jafnvel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lögunum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögnina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér finnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatónleikum ef það uppselt verður á tónleikana? „Það er möguleiki á aukatónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verðlauna á ferli sínum, þar á meðal 20 kanadískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisvar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langflestar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu.Vinsælasti, kanadíski listamaðurinn Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Miðasala á tónleikana hefst á fimmtudag á miði.is og harpa.is. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Óskarinn Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones-hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmtilegur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa listamanninn í mikilli nálægð og jafnvel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lögunum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögnina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér finnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatónleikum ef það uppselt verður á tónleikana? „Það er möguleiki á aukatónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verðlauna á ferli sínum, þar á meðal 20 kanadískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisvar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langflestar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu.Vinsælasti, kanadíski listamaðurinn Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Miðasala á tónleikana hefst á fimmtudag á miði.is og harpa.is.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Óskarinn Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira