Bryan Adams heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2014 08:49 Bryan Adams kemur fram á tónleikum í Hörpu í sumar. Vísir/Getty Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones-hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmtilegur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa listamanninn í mikilli nálægð og jafnvel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lögunum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögnina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér finnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatónleikum ef það uppselt verður á tónleikana? „Það er möguleiki á aukatónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verðlauna á ferli sínum, þar á meðal 20 kanadískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisvar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langflestar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu.Vinsælasti, kanadíski listamaðurinn Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Miðasala á tónleikana hefst á fimmtudag á miði.is og harpa.is. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Óskarinn Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones-hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmtilegur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa listamanninn í mikilli nálægð og jafnvel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lögunum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögnina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér finnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatónleikum ef það uppselt verður á tónleikana? „Það er möguleiki á aukatónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verðlauna á ferli sínum, þar á meðal 20 kanadískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisvar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langflestar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu.Vinsælasti, kanadíski listamaðurinn Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Miðasala á tónleikana hefst á fimmtudag á miði.is og harpa.is.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Óskarinn Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira