Stúlkurnar frá Rómönsku Ameríku hafa vinninginn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. júní 2014 13:30 Esmeralda Santiago Í afþreyingarbókaflóði sumarsins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og Paris og Esmeralda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungrar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlægingu. Bók Santiago endar á jákvæðum nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem býður Mexíkóa sem reyna að komast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrengingum Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan berast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlkum í ofurveldi eiturlyfjabarónanna í Mexíkó er Beðið fyrir brottnumdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að lesandinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, einkanlega móðirin, eru líka skemmtilegar og þrátt fyrir allar hremmingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri loknum. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjartfólgin en, þótt undarlegt megi virðast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelfingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkrar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumarauki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hübner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreifi við sér til að kíkja á þessar tvær. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í afþreyingarbókaflóði sumarsins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og Paris og Esmeralda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungrar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlægingu. Bók Santiago endar á jákvæðum nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem býður Mexíkóa sem reyna að komast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrengingum Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan berast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlkum í ofurveldi eiturlyfjabarónanna í Mexíkó er Beðið fyrir brottnumdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að lesandinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, einkanlega móðirin, eru líka skemmtilegar og þrátt fyrir allar hremmingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri loknum. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjartfólgin en, þótt undarlegt megi virðast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelfingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkrar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumarauki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hübner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreifi við sér til að kíkja á þessar tvær.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp