Búa til útvarpsþætti í heimahúsum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júní 2014 13:00 Frá upptöku fyrsta þáttarins. Ragnheiður, Marteinn og Kristian í stofu á Vesturvallagötu. mynd/úr einkasafni Þetta er verkefni sem við erum að vinna fyrir Útvarpsleikhúsið og fengum líka styrk frá Heita pottinum sem er Breiðholtsverkefni Hins hússins, þannig að nú erum við að leita að húsnæði í Breiðholtinu til að taka upp næsta þátt,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, einn umsjónarmanna útvarpsþáttarins Ölduróts. „Það er nú þegar alls konar fólk búið að hafa samband og er tilbúið til að opna fyrir okkur heimili sín og láta taka upp útvarpsþátt í stofunni hjá sér, sem er mjög skemmtilegt. Hugmyndin er að safna fólki saman og búa til svona útvarpsstund eins og í gamla daga þegar fólk safnaðist í stofuna til þess að hlusta saman.“ Aðrir umsjónarmenn þáttarins eru Marteinn Sindri Jónsson og Kristian Ross og munu þættirnir verða alls fjórir. Þættirnir eru sérstakir að því leyti að upptaka þeirra fer fram í heimahúsum víðs vegar um landið, þannig er sviðsetning þáttarins og upplifun áhorfenda samofin. Fyrsti þáttur var frumfluttur í stofu á Vesturvallagötu í Reykjavík og Ragnheiður segir það hafa verið mjög skemmtilega stund þar sem fólk sat þétt saman og drakk te og varð vitni að útvarpsþætti verða til. Sá þáttur verður fluttur á Rás 1 á sunnudaginn kemur. Viðfangsefni allra þáttanna er tíminn en nálgunin er misjöfn í hvert sinn. „Þemað í Breiðholtsþættinum verður minningar og það að búa til sína eigin stund,“ segir Ragnheiður. „Marteinn er heimspekingur, Kristian er hljóðskúlptúristi og ég sviðshöfundur og við reynum að búa til heima sem endurspegla þessi ólíku svið.“ Þriðji þátturinn verður tekinn upp á Seyðisfirði og síðan verða þau Ragnheiður og Marteinn með smiðju á LungA þar sem síðasti þátturinn mun verða til. „Í þriðja þættinum horfum við til gamla tímans en svo kemur bara í ljós hvernig smiðjan okkar þróast og hvað kemur út úr því,“ útskýrir Ragnheiður. Enn er opið fyrir umsóknir um að hýsa þáttinn í Breiðholtinu og geta áhugasamir sent þær á netfangið oldurotid@gmail.com. Þar þarf að koma fram heimilisfang og örlítill texti þar sem húsráðendur útskýra af hverju þeir hafa áhuga á að fá útvarpsþátt í stofuna hjá sér. Þátturinn verður tekinn upp klukkan 20.08, þriðjudaginn 1. júlí næstkomandi og útvarpað á sunnudeginum þar á eftir. Upptakan tekur um klukkustund en þar að auki þarf að fara fram nauðsynlegur undirbúningur fyrr um daginn. Hugmyndin er sú að viðburðurinn sé opinn öllum og því mikilvægt að húseigendur séu tilbúnir að bjóða gesti og gangandi velkomna. Aðstandendur þáttarins sjá aftur á móti um góðar veitingar, vöfflur og kaffi. „Það er þáttur í því að búa til þessa stund,“ útskýrir Ragnheiður. „Hvað minnir meira á góðar stundir gamla tímans en vöfflulykt og útvarpshlustun?“ Menning Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Þetta er verkefni sem við erum að vinna fyrir Útvarpsleikhúsið og fengum líka styrk frá Heita pottinum sem er Breiðholtsverkefni Hins hússins, þannig að nú erum við að leita að húsnæði í Breiðholtinu til að taka upp næsta þátt,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, einn umsjónarmanna útvarpsþáttarins Ölduróts. „Það er nú þegar alls konar fólk búið að hafa samband og er tilbúið til að opna fyrir okkur heimili sín og láta taka upp útvarpsþátt í stofunni hjá sér, sem er mjög skemmtilegt. Hugmyndin er að safna fólki saman og búa til svona útvarpsstund eins og í gamla daga þegar fólk safnaðist í stofuna til þess að hlusta saman.“ Aðrir umsjónarmenn þáttarins eru Marteinn Sindri Jónsson og Kristian Ross og munu þættirnir verða alls fjórir. Þættirnir eru sérstakir að því leyti að upptaka þeirra fer fram í heimahúsum víðs vegar um landið, þannig er sviðsetning þáttarins og upplifun áhorfenda samofin. Fyrsti þáttur var frumfluttur í stofu á Vesturvallagötu í Reykjavík og Ragnheiður segir það hafa verið mjög skemmtilega stund þar sem fólk sat þétt saman og drakk te og varð vitni að útvarpsþætti verða til. Sá þáttur verður fluttur á Rás 1 á sunnudaginn kemur. Viðfangsefni allra þáttanna er tíminn en nálgunin er misjöfn í hvert sinn. „Þemað í Breiðholtsþættinum verður minningar og það að búa til sína eigin stund,“ segir Ragnheiður. „Marteinn er heimspekingur, Kristian er hljóðskúlptúristi og ég sviðshöfundur og við reynum að búa til heima sem endurspegla þessi ólíku svið.“ Þriðji þátturinn verður tekinn upp á Seyðisfirði og síðan verða þau Ragnheiður og Marteinn með smiðju á LungA þar sem síðasti þátturinn mun verða til. „Í þriðja þættinum horfum við til gamla tímans en svo kemur bara í ljós hvernig smiðjan okkar þróast og hvað kemur út úr því,“ útskýrir Ragnheiður. Enn er opið fyrir umsóknir um að hýsa þáttinn í Breiðholtinu og geta áhugasamir sent þær á netfangið oldurotid@gmail.com. Þar þarf að koma fram heimilisfang og örlítill texti þar sem húsráðendur útskýra af hverju þeir hafa áhuga á að fá útvarpsþátt í stofuna hjá sér. Þátturinn verður tekinn upp klukkan 20.08, þriðjudaginn 1. júlí næstkomandi og útvarpað á sunnudeginum þar á eftir. Upptakan tekur um klukkustund en þar að auki þarf að fara fram nauðsynlegur undirbúningur fyrr um daginn. Hugmyndin er sú að viðburðurinn sé opinn öllum og því mikilvægt að húseigendur séu tilbúnir að bjóða gesti og gangandi velkomna. Aðstandendur þáttarins sjá aftur á móti um góðar veitingar, vöfflur og kaffi. „Það er þáttur í því að búa til þessa stund,“ útskýrir Ragnheiður. „Hvað minnir meira á góðar stundir gamla tímans en vöfflulykt og útvarpshlustun?“
Menning Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira