„Workforce A-liðið ætlar að hjóla landið á undir 40 tímum en það hefur ekki verið gert áður. Svo stefnum við náttúrulega að því að vinna,“ segir Ingvar Ómarsson sem hjólar í WOW cyclothon til styrktar bæklunarskurðdeild Landspítalans, ásamt bróður sínum Óskari.
Ingvar er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum en báðir eru þaulreyndir hjólagarpar. Keppt er í þremur flokkum, einstaklingskeppni, fjögurra manna liðum og tíu manna liðum.
„Að hjóla í hóp gerir þetta skemmtilegra. Einn úr hverju liði hjólar í fimmtán til þrjátíu mínútur í senn og liðin hópa sig saman. Í svona langri keppni er sameiginlegt markmið allra að klára á sem stystum tíma. Á sama tíma erum við í samkeppni innan hópsins,“ segir Ingvar.
„Keppnin getur verið mikið andlegt ferli þrátt fyrir að líkamlegi parturinn sé erfiður. Við förum af stað snemma inn í nóttina og erum komnir vel áleiðis næsta morgun svo við lendum í minni umferð. Þegar maður er vakandi í 40 tíma er mikilvægt að hvíla sig vel inn á milli.“ Ýmsar reglur eru heilagar hjólreiðaköppum.
„Uppáhaldsregla flestra er; Harden the fuck up,“ segir Ingvar og hlær.
Reglan að harka af sér
Marín Manda skrifar

Mest lesið




Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf




Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september
Lífið samstarf

