Síðasta mynd Pauls Walker Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:00 Paul Walker lést í bílslysi í fyrra. Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira