Síðasta mynd Pauls Walker Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:00 Paul Walker lést í bílslysi í fyrra. Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira