Maður vill vera að bæta sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2014 00:01 Birgir Leifur „Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir. Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna. Maður gerir það alltof sjaldan,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, léttur í bragði við Fréttablaðið í gær eftir að hann bar sigur úr býtum á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, þriðja móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Birgir hefur verið að keppa erlendis í sumar á úrtökumótum og mætti því ekki á fyrstu tvö mótin á mótaröðinni. Hann vann svo það fyrsta sem hann spilaði á í gær. „Það er bara gaman að koma og sýna þessum ungu strákum að maður kann þetta ennþá,“ sagði hann og hló við. Birgir Leifur fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni en það sakaði ekki því Kristján Þór Einarsson úr GKJ, sem var efstur eftir fyrstu tvo dagana, gerði enn verr og spilaði holuna á fjórum yfir pari. „Við fórum báðir í smá ævintýraleiðangur. Við slógum í vatn og á meðan ég lagði upp í högginu eftir vítið týndi hann boltanum. Hann gerði mér þetta því aðeins auðveldara þarna undir lokin,“ sagði Birgir Leifur sem var að spila Hamarsvöll í Borgarnesi í fyrsta skipti og var mjög ánægður með hann. „Hann kom mér skemmtilega á óvart. Maður þarf að vera nákvæmur þó hann sé stuttur en það er eitthvað sem við þurfum að alast upp við hérna á Íslandi. Flatirnar eru litlar og með miklum halla. Hann er krefjandi og virkilega skemmtilegur,“ sagði Birgir Leifur. Sjálfur er hann nokkuð ánægður með leik sinn. „Það var margt gott í gangi en ýmislegt sem þarf að laga. Það er líka gott. Maður vill vera að bæta sig,“ sagði Birgir.
Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira