Hættulegt að segja allan sannleikann Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júní 2014 10:30 Úlfar Þormóðsson. „Eins og ég segi í Uggi þá er sumt sem maður segir aldrei frá og sumt er í þeirri gerjun í manni að maður getur ekki komið því frá sér þá stundina, og kannski aldrei.“ Vísir/Vilhelm Úlfar hefur gefið út um tuttugu bækur og fengið neitun frá útgefendum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, hvað olli því að hann tók þessa höfnun svona nærri sér? „Dómarinn hafði rétt fyrir sér,“ segir hann snöggur upp á lagið. „Það fannst mér ekki í hinum tilfellunum. Í þetta sinn neyddist ég til að horfast í augu við það að sagan sem ég hafði eytt mörgum mánuðum í að skrifa var einfaldlega ekki nógu góð.“ Uggur lýsir því hvernig Úlfari tókst að vinna sig frá höfnuninni. „Mér tókst að lokum að sætta mig við það að þessi dómur yfirlesarans var réttur og að sagan væri betur gleymd en munuð.“ Næstu tvær bækur Úlfars á undan Uggi, Farandskuggar og Boxarinn, vöktu mikla hrifningu og hlutu lof, gerði það höfnunina erfiðari? „Nei, ég held ekki. Ég hef einhvern veginn þannig minni að þegar ég er búinn með sögu þá hefur hún ekki mikil áhrif á mig í framhaldinu. Áfallið stafaði af því að ég var búinn að vera uppundir ár að skrifa eitthvað sem mér fannst bara harla gott á meðan ég var að skrifa það en sá, þegar ég komst frá því og horfði á það með augum Godot, að var í rauninni harla vont. Það hafði ég ekki upplifað áður.“ Spurður hvort hann hafi tengt þann misskilning hækkandi aldri og óttast að hann væri búinn að missa ritgáfuna dregur Úlfar við sig svarið. „Á tímabili gerði ég það, já, en ég held ég hafi síðan áttað mig á því að þetta var bara alltof löng ritgerð, ekki skáldsaga eins og ég hélt það væri. Sagan fjallaði um siðleysi og trúlega var höfundurinn of mikill kennari, stjórnmálamaður og blaðamaður og komst ekkert út úr þeim þremur hlutverkum. Það vantaði alveg póesíuna.“ Í Uggi kemur aftur og aftur fyrir blanda af ótta og hálfgerðri löngun til þess að fá Alzheimer og geta gleymt fortíðinni. Líður þér þannig? „Nei, en það hefur af og til sótt að mér löngun til að skrifa sögu um mann sem þannig er komið fyrir. Mér finnst ég heyra sífellt fleiri sögur af fólki sem verður fyrir þessum hrottalega sjúkdómi og ótta margra við hann og sjálfsagt er ég þar ekkert undanskilinn, því þessi sjúkdómur er í mínu fólki. Ótti við Alzheimer er held ég orðinn nokkuð almennur og þess vegna fannst mér áhugavert að reyna að skrifa um hann og þá ekki síst hvernig hann læðist að manninum sem vill fá sjúkdóminn. Ég velti því líka fyrir mér hvort hægt sé að gera sér hann upp. Það gæti nefnilega verið andskoti góð flóttaleið fyrir þá sem eiga eitthvað óuppgert sem þeir eru ekki menn til að gera upp.“ Úlfar gengur töluvert nær sjálfum sér í Uggi en hann hefur áður gert í bókum sínum, enda segist hann aldrei hafa skilið að fólk ætti alltaf að vera að gera sömu hlutina. „Ég held að Úlfhildur Dagsdóttir hafi dottið niður á rétta greiningu þegar hún sagði að ég væri hamfarahöfundur. Mér finnst að þegar ég er búinn að skrifa um eitthvað þá sé það afgreitt. Þessi skrif voru bara mannbjörg.“ Þetta er ekki upptaktur fyrir sjálfsævisögu? „Nei, nei, nei. Það getur verið dálítið hættulegt að segja alltaf allan sannleikann. Og ef menn skrifa sjálfsævisögu sem sniðgengur sannleikann, til hvers eru menn þá að því? Það er hlegið að játningabókum eins og Harmsögu ævi minnar eftir Jóhannes Birkiland þar sem hann talar bara af þeirri einlægni og hreinskilni sem honum er gefin. Aðrar ævisögur eru einhvers konar yfirlit sem segja manni ekkert annað en að viðkomandi er á sífelldum flótta frá sjálfum sér og lífi sínu. Ég held að til að skrifa góða sjálfsævisögu þurfi maður að nálgast Birkiland en ef maður segir ævi sína alla þá hlýtur maður að koma við svo marga sem kannski missa fótanna við það að sannleikurinn komi fram. Eins og ég segi í Uggi þá er sumt sem maður segir aldrei frá og sumt er í þeirri gerjun í manni að maður getur ekki komið því frá sér þá stundina, og kannski aldrei.“ Einn þráðurinn í Uggi er hin örvæntingarfulla leit að verðugu söguefni, er líf rithöfundarins stöðug leit? „Já, já, en mér finnst vondur tími þegar margt sækir að mér í einu og ég verð voðalega skotinn í einhverri hugmynd að morgni en svo leiðist hugsunin yfir í annað og ég er orðinn miklu hrifnari af allt annarri hugmynd um hádegisbilið. Nú sækja til dæmis að mér þrjú söguefni og ég er að vona heimsmeistaramótið í knattspyrnu bjargi mér undan þessu. Ég er eiginlega ákveðinn í því að bægja frá mér allri hugsun og vera bara í boltanum næstu vikur og sjá svo til hvað upp úr stendur að því loknu. Láta þetta gerjast undir niðri og sjá hvað verður drykkjarhæft að gerjuninni lokinni.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Úlfar hefur gefið út um tuttugu bækur og fengið neitun frá útgefendum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, hvað olli því að hann tók þessa höfnun svona nærri sér? „Dómarinn hafði rétt fyrir sér,“ segir hann snöggur upp á lagið. „Það fannst mér ekki í hinum tilfellunum. Í þetta sinn neyddist ég til að horfast í augu við það að sagan sem ég hafði eytt mörgum mánuðum í að skrifa var einfaldlega ekki nógu góð.“ Uggur lýsir því hvernig Úlfari tókst að vinna sig frá höfnuninni. „Mér tókst að lokum að sætta mig við það að þessi dómur yfirlesarans var réttur og að sagan væri betur gleymd en munuð.“ Næstu tvær bækur Úlfars á undan Uggi, Farandskuggar og Boxarinn, vöktu mikla hrifningu og hlutu lof, gerði það höfnunina erfiðari? „Nei, ég held ekki. Ég hef einhvern veginn þannig minni að þegar ég er búinn með sögu þá hefur hún ekki mikil áhrif á mig í framhaldinu. Áfallið stafaði af því að ég var búinn að vera uppundir ár að skrifa eitthvað sem mér fannst bara harla gott á meðan ég var að skrifa það en sá, þegar ég komst frá því og horfði á það með augum Godot, að var í rauninni harla vont. Það hafði ég ekki upplifað áður.“ Spurður hvort hann hafi tengt þann misskilning hækkandi aldri og óttast að hann væri búinn að missa ritgáfuna dregur Úlfar við sig svarið. „Á tímabili gerði ég það, já, en ég held ég hafi síðan áttað mig á því að þetta var bara alltof löng ritgerð, ekki skáldsaga eins og ég hélt það væri. Sagan fjallaði um siðleysi og trúlega var höfundurinn of mikill kennari, stjórnmálamaður og blaðamaður og komst ekkert út úr þeim þremur hlutverkum. Það vantaði alveg póesíuna.“ Í Uggi kemur aftur og aftur fyrir blanda af ótta og hálfgerðri löngun til þess að fá Alzheimer og geta gleymt fortíðinni. Líður þér þannig? „Nei, en það hefur af og til sótt að mér löngun til að skrifa sögu um mann sem þannig er komið fyrir. Mér finnst ég heyra sífellt fleiri sögur af fólki sem verður fyrir þessum hrottalega sjúkdómi og ótta margra við hann og sjálfsagt er ég þar ekkert undanskilinn, því þessi sjúkdómur er í mínu fólki. Ótti við Alzheimer er held ég orðinn nokkuð almennur og þess vegna fannst mér áhugavert að reyna að skrifa um hann og þá ekki síst hvernig hann læðist að manninum sem vill fá sjúkdóminn. Ég velti því líka fyrir mér hvort hægt sé að gera sér hann upp. Það gæti nefnilega verið andskoti góð flóttaleið fyrir þá sem eiga eitthvað óuppgert sem þeir eru ekki menn til að gera upp.“ Úlfar gengur töluvert nær sjálfum sér í Uggi en hann hefur áður gert í bókum sínum, enda segist hann aldrei hafa skilið að fólk ætti alltaf að vera að gera sömu hlutina. „Ég held að Úlfhildur Dagsdóttir hafi dottið niður á rétta greiningu þegar hún sagði að ég væri hamfarahöfundur. Mér finnst að þegar ég er búinn að skrifa um eitthvað þá sé það afgreitt. Þessi skrif voru bara mannbjörg.“ Þetta er ekki upptaktur fyrir sjálfsævisögu? „Nei, nei, nei. Það getur verið dálítið hættulegt að segja alltaf allan sannleikann. Og ef menn skrifa sjálfsævisögu sem sniðgengur sannleikann, til hvers eru menn þá að því? Það er hlegið að játningabókum eins og Harmsögu ævi minnar eftir Jóhannes Birkiland þar sem hann talar bara af þeirri einlægni og hreinskilni sem honum er gefin. Aðrar ævisögur eru einhvers konar yfirlit sem segja manni ekkert annað en að viðkomandi er á sífelldum flótta frá sjálfum sér og lífi sínu. Ég held að til að skrifa góða sjálfsævisögu þurfi maður að nálgast Birkiland en ef maður segir ævi sína alla þá hlýtur maður að koma við svo marga sem kannski missa fótanna við það að sannleikurinn komi fram. Eins og ég segi í Uggi þá er sumt sem maður segir aldrei frá og sumt er í þeirri gerjun í manni að maður getur ekki komið því frá sér þá stundina, og kannski aldrei.“ Einn þráðurinn í Uggi er hin örvæntingarfulla leit að verðugu söguefni, er líf rithöfundarins stöðug leit? „Já, já, en mér finnst vondur tími þegar margt sækir að mér í einu og ég verð voðalega skotinn í einhverri hugmynd að morgni en svo leiðist hugsunin yfir í annað og ég er orðinn miklu hrifnari af allt annarri hugmynd um hádegisbilið. Nú sækja til dæmis að mér þrjú söguefni og ég er að vona heimsmeistaramótið í knattspyrnu bjargi mér undan þessu. Ég er eiginlega ákveðinn í því að bægja frá mér allri hugsun og vera bara í boltanum næstu vikur og sjá svo til hvað upp úr stendur að því loknu. Láta þetta gerjast undir niðri og sjá hvað verður drykkjarhæft að gerjuninni lokinni.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira