Lengst útí rassgati festival Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júní 2014 14:00 „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð,“ segir Ólöf Dómhildur. Mynd/Ágúst G. Atlason „Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ungmenni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendingasögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.Lúrinn Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR.Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljómsveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“ Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ungmenni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendingasögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.Lúrinn Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR.Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljómsveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira