Hvað ertu tilbúinn að ganga langt? 12. júní 2014 11:00 Hljómsveitin var upphaflega sólóverkefni Garðars Borgþórssonar. „Hljómsveitin er rétt að byrja og kemur til með að spila víða í sumar, til dæmis á Akureyri daginn eftir útgáfutónleikana og í Reykjavík 28. júní. Sveitin ætlar sér stóra hluti í framtíðinni,“ segir Gunnhildur Birgisdóttir, söngkona Different Turns, en ásamt Gunnhildi skipa sveitina Garðar Borgþórsson, Hálfdán Árnason, Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson, Agnar Friðbertsson og Axel „Flex“ Árnason. Útgáfutónleikar Different Turns verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Hljómsveitin sendi frá sér breiðskífuna If you think this is about you…you‘re right þann 4. apríl síðastliðinn og ætlar að fagna því með tónleikum þar sem breiðskífan verður leikin í heild sinni. Different Turns var stofnuð árið 2008 í litlu leikhúsi í Hafnarfirði. „Í raun byrjaði þetta sem sólóverkefni Garðars Borgþórssonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2008. Ýmis lög urðu til á kassagítarnum og tóku svo á sig mismunandi myndir áður en þau urðu fullmótuð. Það var svo fyrir um það bil þremur árum að Garðar fékk til liðs við sig Hálfdán Árnason bassaleikara. Saman unnu þeir þetta áfram og seinna, fyrir um ári, bættust Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og ég við.“ Forsprakki hljómsveitarinnar hefur starfað við leikhús í mörg ár og sækir því mikið í leikhúsið í tónlistarsköpun sinni. „Leikhúsandann má finna í textum sveitarinnar, en þar segir frá hlutum byggðum á sönnum atburðum. Platan segir sögu ákveðinna persóna en við, söngvararnir, stöndum fyrir þá einstaklinga í sögunni. Tímalínan er bogin og beygð, en þó fjallar sagan í raun um ýmsar hliðar sama atburðarins,“ útskýrir Gunnhildur. Hljómsveitin sér sjálf um allt tengt tónleikunum. „Við sjáum um sviðið, ljós og slíkt en Garðar, forsprakki hljómsveitarinnar, er einmitt starfandi ljósamaður. Við lofum kynngimögnuðum tónleikum og dulmagnaðri stemningu og biðjum áhorfendur að lifa sig inn í meginþemað: Hvað ertu tilbúinn að ganga langt til að öðlast það sem þú þráir… og hversu langt kemstu áður en þú missir vitið?“ segir Gunnhildur að lokum og hlær. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Hljómsveitin er rétt að byrja og kemur til með að spila víða í sumar, til dæmis á Akureyri daginn eftir útgáfutónleikana og í Reykjavík 28. júní. Sveitin ætlar sér stóra hluti í framtíðinni,“ segir Gunnhildur Birgisdóttir, söngkona Different Turns, en ásamt Gunnhildi skipa sveitina Garðar Borgþórsson, Hálfdán Árnason, Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson, Agnar Friðbertsson og Axel „Flex“ Árnason. Útgáfutónleikar Different Turns verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Hljómsveitin sendi frá sér breiðskífuna If you think this is about you…you‘re right þann 4. apríl síðastliðinn og ætlar að fagna því með tónleikum þar sem breiðskífan verður leikin í heild sinni. Different Turns var stofnuð árið 2008 í litlu leikhúsi í Hafnarfirði. „Í raun byrjaði þetta sem sólóverkefni Garðars Borgþórssonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2008. Ýmis lög urðu til á kassagítarnum og tóku svo á sig mismunandi myndir áður en þau urðu fullmótuð. Það var svo fyrir um það bil þremur árum að Garðar fékk til liðs við sig Hálfdán Árnason bassaleikara. Saman unnu þeir þetta áfram og seinna, fyrir um ári, bættust Eiður Rúnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og ég við.“ Forsprakki hljómsveitarinnar hefur starfað við leikhús í mörg ár og sækir því mikið í leikhúsið í tónlistarsköpun sinni. „Leikhúsandann má finna í textum sveitarinnar, en þar segir frá hlutum byggðum á sönnum atburðum. Platan segir sögu ákveðinna persóna en við, söngvararnir, stöndum fyrir þá einstaklinga í sögunni. Tímalínan er bogin og beygð, en þó fjallar sagan í raun um ýmsar hliðar sama atburðarins,“ útskýrir Gunnhildur. Hljómsveitin sér sjálf um allt tengt tónleikunum. „Við sjáum um sviðið, ljós og slíkt en Garðar, forsprakki hljómsveitarinnar, er einmitt starfandi ljósamaður. Við lofum kynngimögnuðum tónleikum og dulmagnaðri stemningu og biðjum áhorfendur að lifa sig inn í meginþemað: Hvað ertu tilbúinn að ganga langt til að öðlast það sem þú þráir… og hversu langt kemstu áður en þú missir vitið?“ segir Gunnhildur að lokum og hlær.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira