Vangaveltur um hið smáa og stóra Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júní 2014 13:00 Reykjavík Midsummer Music. "Í ár hverfist allt um þetta stóra og smáa og vangaveltur um það hvað er stórt og hvað smátt,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég stofnaði þessa hátíð 2012 eftir að hafa hugsað um hana í mörg ár,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um tónlistarhátíðina Reykjavík Midsummer Music sem hefst á föstudaginn. „Þegar Harpa var risin vissi ég að hún væri akkúrat rétti staðurinn til að laða kollega mína erlendis til landsins, enda vilja allir koma og spila á þessari hátíð sem ég leyfi mér að álykta að sé bæði vegna listræns metnaðar viðkomandi tónlistarmanns og löngunar til að koma til Íslands og spila í Hörpu. Það hefur reynst alveg ótrúlega auðvelt fyrir mig að fá frábæra listamenn til landsins til þess að gera eitthvað skemmtilegt.“ Þema hátíðarinnar í ár er Minimal-Maximal og eru hugleiðingar um hið stóra og hið smáa rauði þráðurinn í gegnum fjölbreytta dagskrá alls níu tónleika, þar sem saman kemur tón- og hljóðlist úr ýmsum áttum, frá strengjakvartettum til plötusnúða. „Mér er umhugað um að engin árgerð af hátíðinni líkist öðrum árgerðum hennar,“ segir Víkingur Heiðar. „Mér finnst gaman að reyna að finna óvæntar tengingar og búa til boga yfir þessa níu tónleika. Í ár hverfist allt um þetta stóra og smáa og vangaveltur um það hvað er stórt og hvað smátt.“ Á opnunartónleikunum á föstudaginn leikur Víkingur Goldberg-tilbrigði Bachs og auk þess sem japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji, sem leikur á Stradivariusfiðlu frá 1729, leikur Chaconnu Bachs. Síðan reka hverjir tónleikarnir aðra, þrennir á laugardag, þrennir á sunnudag og tvennir á mánudag, en Víkingur segir hápunktinn sennilega vera tónleika Mahler Chamber Orchestra og finnska fiðluleikarans Pekka Kuusisto í Eldborg á sunnudaginn. „Það eru rosaspennandi tónleikar, finnst mér,“ segir hann. „Þau eru með prógramm sem er mjög minimal/maximal þar sem Bach er teflt saman við bandarísku minimalistana John Adams og Steve Reich.“ Menningarhúsið Skúrinn tekur þátt í hátíðinni með sínum hætti, en honum hefur þegar verið komið fyrir við Hörpu. „Skúrinn er náttúrulega hjarta hátíðarinnar,“ segir Víkingur Heiðar. „Um leið og ég var búinn að ákveða þetta minimal/maximal þema þá kom ekkert annað til greina en að Skúrinn yrði æfingaaðstaða hátíðarinnar. Hann tekur sér mjög maximal stöðu við hliðina á Hörpu og varpar annars vegar ljósi á líf tónlistarmannsins; að vera 99 prósent af tímanum að æfa sig við spastískar aðstæður, og eitt prósent að spila í Hörpu eða einhverjum fínum sölum. Hins vegar er Skúrinn opinn æfingasalur með tveimur píanóum í misgóðu ástandi þar sem ég æfi mitt prógramm í eftirmiðdaginn – og fæ vonandi fleiri með mér þegar hátíðin hefst – svo fólk getur komið og fylgst með hátíðinni verða til. Mér finnst klassísk tónlist vera dálítið bundin af því að einblína á hina endanlegu útkomu, þessar níutíu mínútur á sviðinu á tónleikum, og mér finnst skemmtilegt að veita fólki pínu innsýn í ferlið. Það er svo margt í því sem hefur ekki mikið verið miðlað.“ Meðal erlendra listamanna hátíðarinnar í ár er ísraelski víóluleikarinn Amihai Grosz, sem er leiðari í Berlínar-Fílharmóníunni og meðal innlendra listamanna má nefna Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Davíð Þór Jónsson, Pétur Grétarsson, Ghostigital og Finnboga Pétursson. Hátíðinni lýkur svo með úrvinnslu þýska plötusnúðsins DJ Georg Konrad á efni hennar, þar sem hann nýtur liðsinnis einleikara úr Mahler Chamber Orchestra. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og listamennina sem fram koma er að finna á heimasíðu hátíðarinnar. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég stofnaði þessa hátíð 2012 eftir að hafa hugsað um hana í mörg ár,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um tónlistarhátíðina Reykjavík Midsummer Music sem hefst á föstudaginn. „Þegar Harpa var risin vissi ég að hún væri akkúrat rétti staðurinn til að laða kollega mína erlendis til landsins, enda vilja allir koma og spila á þessari hátíð sem ég leyfi mér að álykta að sé bæði vegna listræns metnaðar viðkomandi tónlistarmanns og löngunar til að koma til Íslands og spila í Hörpu. Það hefur reynst alveg ótrúlega auðvelt fyrir mig að fá frábæra listamenn til landsins til þess að gera eitthvað skemmtilegt.“ Þema hátíðarinnar í ár er Minimal-Maximal og eru hugleiðingar um hið stóra og hið smáa rauði þráðurinn í gegnum fjölbreytta dagskrá alls níu tónleika, þar sem saman kemur tón- og hljóðlist úr ýmsum áttum, frá strengjakvartettum til plötusnúða. „Mér er umhugað um að engin árgerð af hátíðinni líkist öðrum árgerðum hennar,“ segir Víkingur Heiðar. „Mér finnst gaman að reyna að finna óvæntar tengingar og búa til boga yfir þessa níu tónleika. Í ár hverfist allt um þetta stóra og smáa og vangaveltur um það hvað er stórt og hvað smátt.“ Á opnunartónleikunum á föstudaginn leikur Víkingur Goldberg-tilbrigði Bachs og auk þess sem japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji, sem leikur á Stradivariusfiðlu frá 1729, leikur Chaconnu Bachs. Síðan reka hverjir tónleikarnir aðra, þrennir á laugardag, þrennir á sunnudag og tvennir á mánudag, en Víkingur segir hápunktinn sennilega vera tónleika Mahler Chamber Orchestra og finnska fiðluleikarans Pekka Kuusisto í Eldborg á sunnudaginn. „Það eru rosaspennandi tónleikar, finnst mér,“ segir hann. „Þau eru með prógramm sem er mjög minimal/maximal þar sem Bach er teflt saman við bandarísku minimalistana John Adams og Steve Reich.“ Menningarhúsið Skúrinn tekur þátt í hátíðinni með sínum hætti, en honum hefur þegar verið komið fyrir við Hörpu. „Skúrinn er náttúrulega hjarta hátíðarinnar,“ segir Víkingur Heiðar. „Um leið og ég var búinn að ákveða þetta minimal/maximal þema þá kom ekkert annað til greina en að Skúrinn yrði æfingaaðstaða hátíðarinnar. Hann tekur sér mjög maximal stöðu við hliðina á Hörpu og varpar annars vegar ljósi á líf tónlistarmannsins; að vera 99 prósent af tímanum að æfa sig við spastískar aðstæður, og eitt prósent að spila í Hörpu eða einhverjum fínum sölum. Hins vegar er Skúrinn opinn æfingasalur með tveimur píanóum í misgóðu ástandi þar sem ég æfi mitt prógramm í eftirmiðdaginn – og fæ vonandi fleiri með mér þegar hátíðin hefst – svo fólk getur komið og fylgst með hátíðinni verða til. Mér finnst klassísk tónlist vera dálítið bundin af því að einblína á hina endanlegu útkomu, þessar níutíu mínútur á sviðinu á tónleikum, og mér finnst skemmtilegt að veita fólki pínu innsýn í ferlið. Það er svo margt í því sem hefur ekki mikið verið miðlað.“ Meðal erlendra listamanna hátíðarinnar í ár er ísraelski víóluleikarinn Amihai Grosz, sem er leiðari í Berlínar-Fílharmóníunni og meðal innlendra listamanna má nefna Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Davíð Þór Jónsson, Pétur Grétarsson, Ghostigital og Finnboga Pétursson. Hátíðinni lýkur svo með úrvinnslu þýska plötusnúðsins DJ Georg Konrad á efni hennar, þar sem hann nýtur liðsinnis einleikara úr Mahler Chamber Orchestra. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og listamennina sem fram koma er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira