Besti kvaddur: „Þetta var svona gjörningur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 09:00 Besti flokkurinn líður undir lok 16. júní þegar ný borgarstjórn tekur við Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“ Borgarstjórn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“
Borgarstjórn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira