Lífið

Sónar í Kaupmannahöfn

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Björn Steinbekk aðstandandi Sónar Reykjavík.
Björn Steinbekk aðstandandi Sónar Reykjavík. Mynd/einkasafn
Eigendur Sónar Reykjavík hafa tilkynnt að Sónarhátíð verður sett upp í Kaupmannahöfn dagana 13. og 14. mars 2015. Björn Steinbekk, aðstandandi Sónar Reykjavík, segir þetta ákaflega ánægjulegt.

Kaupmannahöfn verður þá þriðja Sónarhátíðin sem aðstandendur Sónar Reykjavík standa fyrir á Norðurlöndunum en Sónar Reykjavík og Sónar Stockholm fara fram samtímis dagana 12. til 14. febrúar 2015 líkt og gert var í febrúar síðastliðnum. Sónar Kaupmannahöfn mun fara fram í DR Koncerthuset sem er tónleikahús danska ríkisútvarpsins og er hátíðin unnin í nánu samstarfi við Danmarks Radio.

Heildafjöldi miða til sölu verða 3000 miðar en stefnt er að hátíðin stækki strax árið 2016. Yfir 50 listamenn og hljómsveitir munu koma fram á þremur sviðum ásamt því að völdum íslenskum hljómsveitum og listamönnum verður boðið að koma fram. 

Retro Stefson skemmtir á Sónar í fyrra.Vísir/Valli
Miðasala á Sónar Kaupmannahöfn hefst í dag, föstudaginn 6 júní. Frekari upplýsingar má finna hér.

Þess má svo geta að stærsta tónleikafyrirtæki Svíþjóðar, Luger fjárfesti nýlega í Sónar Stockholm. Luger, sem er að fullu í eigu stærsta tónleikafyrirtækis heims,  Live Nation, á og rekur tónlistarhátíðir víðsvegar um Svíþjóð eins og t.d. Way Out West Festival í Gautaborg ásamt því að skipuleggja tónleikaferðir erlendra hljómsveita í Svíþjóð. Luger er ennfremur stærsta umboðskrifstofa Svíþjóðar og hefur á sínum snærum listamenn eins og Lykke Li, The Knife og Robyn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.