Áhugi á listum vaknaði heima á Hólum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2014 13:00 Þótt brátt komi að því að Guðbjörg hætti á Gerðarsafni sér hún fram á spennandi verkefni. Fréttablaðið/GVA „Ég verð sjötug í ár svo af sjálfu leiðir að ég hætti. Er búin að starfa hér í rúmlega tuttugu ár, frá því safnið var opnað þann 17. apríl 1994,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi, og nefnir þá sérstöðu listasafnsins að það er hið eina á landinu sem kennt við konu. * Guðbjörg er listfræðingur, menntuð í Frakklandi en ólst upp á Hólum í Hjaltadal, dóttir skólastjórahjónanna þar, Kristjáns Karlssonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Hún segir uppeldið á Hólum líklega ástæðu þess að hún fékk áhuga á listum og listasögu, enda hafi hún fengið þar forsmekkinn að ævistarfinu. „Hin fallega Hóladómkirkja með sínum fögrum munum vakti aðdáun mína og sem barn var ég oft látin fara með gesti í kirkjuna, sýna hana og segja frá hlutunum.“ Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður, kom stundum að líta eftir kirkjunni á Hólum og í framhaldi af því réð Guðbjörg sig til starfa á Þjóðminjasafninu í eitt ár sem ritari. „Eftir það fór ég til Frakklands, lærði þar listasögu og gerði meistaraprófsritgerð um Íslensku teiknibókina. Svo hef ég unnið við hana meðfram öðrum störfum og hún var gefin út á síðasta ári í tengslum við sýninguna sem sett var upp í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar.“ Vert er að rifja upp að fyrir Íslensku teiknibókina fékk Guðbjörg Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 í flokki fræðirita. Afmælissýning var opnuð á laugardaginn í Gerðarsafni í tilefni 20 ára afmælis safnsins. Þar eru listaverk úr safneigninni sem meðal annars hefur byggst upp með höfðinglegum gjöfum að sögn Guðbjargar. Hún nefnir fyrst listaverk Gerðar Helgadóttur sem safnið heitir eftir og hratt tilvist þess af stað. „Gerður var afkastamikill og fjölhæfur listamaður og við sýnum höggmyndir hennar að þessu sinni. Svo eru verk eftir hjónin Barböru Árnason og Magnús Á. Árnason, höggmyndir eftir Magnús og skermar, grafík og veggverk eftir Barböru. Valgerður Briem var annálaður teiknari og við sýnum nokkrar syrpur eftir hana, ein þeirra heitir Heimilið. Hún hannaði líka fallegar leturgerðir.“ Hluta sýningarinnar segir Guðbjörg vera úr listaverkasafni hjónanna Þorvalds Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem Gerðarsafn hefur í vörslu sinni og hefur sýningarrétt á. „Þau hjón söfnuðu meðal annars Kjarval og á sýningunni er eitt merkilegasta verk sem til er á Íslandi eftir hann, það er Lífshlaupið sem hann málaði með svörtum lit á tvo veggi vinnustofu sinnar. Auk þess eru fagrar myndir eftir hann.“ En hvað hyggst Guðbjörg fyrir nú þegar hún sleppir hendinni af safninu. Skrifa meira? „Já, ég á eftir að gefa út enska útgáfu af Íslensku teiknibókinni til að erlendir fræðimenn geti kynnt sér hana. Svo eru greinar sem mig langar að skrifa og ég á líka eftir að grúska meira í henni Barböru Árnason.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég verð sjötug í ár svo af sjálfu leiðir að ég hætti. Er búin að starfa hér í rúmlega tuttugu ár, frá því safnið var opnað þann 17. apríl 1994,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi, og nefnir þá sérstöðu listasafnsins að það er hið eina á landinu sem kennt við konu. * Guðbjörg er listfræðingur, menntuð í Frakklandi en ólst upp á Hólum í Hjaltadal, dóttir skólastjórahjónanna þar, Kristjáns Karlssonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Hún segir uppeldið á Hólum líklega ástæðu þess að hún fékk áhuga á listum og listasögu, enda hafi hún fengið þar forsmekkinn að ævistarfinu. „Hin fallega Hóladómkirkja með sínum fögrum munum vakti aðdáun mína og sem barn var ég oft látin fara með gesti í kirkjuna, sýna hana og segja frá hlutunum.“ Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður, kom stundum að líta eftir kirkjunni á Hólum og í framhaldi af því réð Guðbjörg sig til starfa á Þjóðminjasafninu í eitt ár sem ritari. „Eftir það fór ég til Frakklands, lærði þar listasögu og gerði meistaraprófsritgerð um Íslensku teiknibókina. Svo hef ég unnið við hana meðfram öðrum störfum og hún var gefin út á síðasta ári í tengslum við sýninguna sem sett var upp í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar.“ Vert er að rifja upp að fyrir Íslensku teiknibókina fékk Guðbjörg Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 í flokki fræðirita. Afmælissýning var opnuð á laugardaginn í Gerðarsafni í tilefni 20 ára afmælis safnsins. Þar eru listaverk úr safneigninni sem meðal annars hefur byggst upp með höfðinglegum gjöfum að sögn Guðbjargar. Hún nefnir fyrst listaverk Gerðar Helgadóttur sem safnið heitir eftir og hratt tilvist þess af stað. „Gerður var afkastamikill og fjölhæfur listamaður og við sýnum höggmyndir hennar að þessu sinni. Svo eru verk eftir hjónin Barböru Árnason og Magnús Á. Árnason, höggmyndir eftir Magnús og skermar, grafík og veggverk eftir Barböru. Valgerður Briem var annálaður teiknari og við sýnum nokkrar syrpur eftir hana, ein þeirra heitir Heimilið. Hún hannaði líka fallegar leturgerðir.“ Hluta sýningarinnar segir Guðbjörg vera úr listaverkasafni hjónanna Þorvalds Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem Gerðarsafn hefur í vörslu sinni og hefur sýningarrétt á. „Þau hjón söfnuðu meðal annars Kjarval og á sýningunni er eitt merkilegasta verk sem til er á Íslandi eftir hann, það er Lífshlaupið sem hann málaði með svörtum lit á tvo veggi vinnustofu sinnar. Auk þess eru fagrar myndir eftir hann.“ En hvað hyggst Guðbjörg fyrir nú þegar hún sleppir hendinni af safninu. Skrifa meira? „Já, ég á eftir að gefa út enska útgáfu af Íslensku teiknibókinni til að erlendir fræðimenn geti kynnt sér hana. Svo eru greinar sem mig langar að skrifa og ég á líka eftir að grúska meira í henni Barböru Árnason.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira