58 ár frá fyrstu Eurovision-keppninni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:00 Conchita Wurst. Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitthvað á milli hundrað til sex hundruð milljónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egyptalands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppninni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og framlögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti. Eurovision Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitthvað á milli hundrað til sex hundruð milljónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egyptalands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppninni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og framlögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti.
Eurovision Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira