Miklar dansæfingar hafa staðið yfir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 11:30 Hilmar Örn kórstjóri og Patricia Rozario sópransöngkona búa sig undir tónleikana full eftirvæntingar. Fréttablaðið/Daníel „Við erum með verk eftir fjögur ung íslensk tónskáld sem eru framtíðarfólkið okkar,“ byrjar Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri þegar hann er beðinn að lýsa í stórum dráttum tónleikum Kammerkórs Suðurlands í Hörpu í dag. Hann nefnir fyrst Pál Guðmundsson á Húsafelli sem samdi lagið Ég heilsa þér Kjarval við ljóð eftir afa sinn og nafna. „Páll leikur á flautu sem hann bjó til úr sjö ára gömlum rabarbara og er með hreinum tón eins og úr samblandi af panflautu og trompet,“ segir Hilmar Örn og heldur áfram. „Magga Stína á eitt laganna. Hún hefur verið á æfingum með okkur að elta sándið. Strákurinn minn, Georg Kári, sem er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, er með lag sem heitir Nótt og Vala Gestsdóttir er með yndislegt verk við stórkostlegan texta eftir ömmu sína, móður Þórunnar og Lilju Valdimars. Jack White fékk Sjón til að semja texta við sitt verk sem fjallar um vatn í öllum myndum og miklar dansæfingar hafa staðið yfir hjá kórnum því hann er á hreyfingu meðan hann flytur það.“ Þá er komið að tónlist Sir Johns Tavener og Hilmar Örn nefnir strax Patriciu Rozario sópransöngkonu sem hann segir á heimsmælikvarða. „Patricia frumflutti flest verk Taveners. Ég bauð henni á tónleikana okkar í London í fyrra og það er eins og hún hafi alla tíð þekkt okkur. Hún syngur um hina eilífu sólarupprás og ég fékk barrokkhljómsveit til að spila með henni. Svo höldum við áfram með Tavener, meðal annars Shakespeare-sonnettur hans. Það er frumflutningur á Íslandi og stór viðburður. Sonnetturnar voru það síðasta sem Tavener samdi og í textanum stendur: Ekki syrgja mig þegar ég er farinn. En hann dó þremur dögum áður en við sungum í London.“ Hilmar Örn telur upp fleiri listamenn sem koma fram með kórnum: Adrian Peacock djúpbassasöngvara, Björgu Þórhallsdóttur sópran, Elísabetu Einarsdóttur sópran og Hrólf Sæmundsson barítón. Einnig Tuiv Hirv sópran, sem syngur einsönginn í Shakespeare-sonnettunum. „Ég var að komast að því að Tuiv og Patricia eru miklir vinir.“ segir hann. „Svona eru tengingar í allar áttir.“ Er kórstjórinn ekkert stressaður fyrir svona stórtónleika? „Ég er ótrúlega rólegur. Þetta er svo gott fólk sem er með mér og ég finn fyrir mikilli eftirvæntingu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verða endurteknir 28. maí í Skálholti. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum með verk eftir fjögur ung íslensk tónskáld sem eru framtíðarfólkið okkar,“ byrjar Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri þegar hann er beðinn að lýsa í stórum dráttum tónleikum Kammerkórs Suðurlands í Hörpu í dag. Hann nefnir fyrst Pál Guðmundsson á Húsafelli sem samdi lagið Ég heilsa þér Kjarval við ljóð eftir afa sinn og nafna. „Páll leikur á flautu sem hann bjó til úr sjö ára gömlum rabarbara og er með hreinum tón eins og úr samblandi af panflautu og trompet,“ segir Hilmar Örn og heldur áfram. „Magga Stína á eitt laganna. Hún hefur verið á æfingum með okkur að elta sándið. Strákurinn minn, Georg Kári, sem er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, er með lag sem heitir Nótt og Vala Gestsdóttir er með yndislegt verk við stórkostlegan texta eftir ömmu sína, móður Þórunnar og Lilju Valdimars. Jack White fékk Sjón til að semja texta við sitt verk sem fjallar um vatn í öllum myndum og miklar dansæfingar hafa staðið yfir hjá kórnum því hann er á hreyfingu meðan hann flytur það.“ Þá er komið að tónlist Sir Johns Tavener og Hilmar Örn nefnir strax Patriciu Rozario sópransöngkonu sem hann segir á heimsmælikvarða. „Patricia frumflutti flest verk Taveners. Ég bauð henni á tónleikana okkar í London í fyrra og það er eins og hún hafi alla tíð þekkt okkur. Hún syngur um hina eilífu sólarupprás og ég fékk barrokkhljómsveit til að spila með henni. Svo höldum við áfram með Tavener, meðal annars Shakespeare-sonnettur hans. Það er frumflutningur á Íslandi og stór viðburður. Sonnetturnar voru það síðasta sem Tavener samdi og í textanum stendur: Ekki syrgja mig þegar ég er farinn. En hann dó þremur dögum áður en við sungum í London.“ Hilmar Örn telur upp fleiri listamenn sem koma fram með kórnum: Adrian Peacock djúpbassasöngvara, Björgu Þórhallsdóttur sópran, Elísabetu Einarsdóttur sópran og Hrólf Sæmundsson barítón. Einnig Tuiv Hirv sópran, sem syngur einsönginn í Shakespeare-sonnettunum. „Ég var að komast að því að Tuiv og Patricia eru miklir vinir.“ segir hann. „Svona eru tengingar í allar áttir.“ Er kórstjórinn ekkert stressaður fyrir svona stórtónleika? „Ég er ótrúlega rólegur. Þetta er svo gott fólk sem er með mér og ég finn fyrir mikilli eftirvæntingu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verða endurteknir 28. maí í Skálholti.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira