Tinder - Appið sem allir eru að tala um Kristjana Arnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira