Feitir tónleikar í nýstárlegum stíl Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:30 Jón Svavar Jósefsson: "Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja.“ Vísir/Stefán Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson flytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar í Iðnó á sunnudagskvöld. „Þetta byrjaði allt með því að við Guðrún Dalía komumst að því að tónlist Karls Ottós Runólfssonar hentaði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmyndir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleikarar eru Júlía Mogensen sellóleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Friðgeir Einarsson.Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Facebook-síðu þeirra. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson flytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar í Iðnó á sunnudagskvöld. „Þetta byrjaði allt með því að við Guðrún Dalía komumst að því að tónlist Karls Ottós Runólfssonar hentaði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmyndir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleikarar eru Júlía Mogensen sellóleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Friðgeir Einarsson.Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Facebook-síðu þeirra.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira