Feitir tónleikar í nýstárlegum stíl Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:30 Jón Svavar Jósefsson: "Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja.“ Vísir/Stefán Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson flytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar í Iðnó á sunnudagskvöld. „Þetta byrjaði allt með því að við Guðrún Dalía komumst að því að tónlist Karls Ottós Runólfssonar hentaði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmyndir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleikarar eru Júlía Mogensen sellóleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Friðgeir Einarsson.Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Facebook-síðu þeirra. Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson flytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar í Iðnó á sunnudagskvöld. „Þetta byrjaði allt með því að við Guðrún Dalía komumst að því að tónlist Karls Ottós Runólfssonar hentaði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmyndir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleikarar eru Júlía Mogensen sellóleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Friðgeir Einarsson.Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Facebook-síðu þeirra.
Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira