Sperðill þýðir vandræði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 15:30 „Jón Gnarr borgarstjóri sagði efni Sperðils tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra,“ segir Grétar Magnús. Fréttablaðið/GVA Kvikmyndin Sperðill snýst um tvo samkynhneigða karlmenn, barneignir og ættleiðingar, að sögn höfundar hennar, Grétars Magnúsar Grétarssonar tónlistarmanns sem reyndar kallar sig Tarnús jr. Grétar Magnús lærir leikstjórn og framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands og var að ljúka þriðju önn við skólann. Mynd hans Sperðill var frumsýnd í Bíó Paradísi í vikunni og nýlega tók hann við styrk frá Mannréttindaráði borgarinnar vegna gerðar hennar. „Jón Gnarr borgarstjóri veitti verðlaun og styrki í Höfða og sagði efni myndarinnar tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra. Ég ætla að senda hana á kvikmyndahátíðir, einkum gay-hátíðir.“ Sperðill er leikin mynd, rúmar 16 mínútur að lengd. Skyldi Grétar Magnús hafa haft sérstakar persónur í huga þegar hann skrifaði handritið? „Nei, sagan varð til í handritstíma í skólanum en þróaðist út í meiri alvöru.“ En af hverju heitir myndin Sperðill? „Sperðill getur þýtt vandræði og það er mín túlkun. Elsta varðveitta leikrit sem samið var á íslensku heitir Sperðill, það er frá síðari hluta 18. aldar og er eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Þar fékk ég hugmyndina.“ Nú á Grétar Magnús eina önn eftir við Kvikmyndaskólann. Þá mun hann gera enn stærri mynd. Skyldi hann vera byrjaður að undirbúa hana? „Ég er kominn með ýmsar hugmyndir en á eftir að móta þær og hef sumarið til að pæla í þeim. Égverð að skrifa og vinna í allt sumar.“ Grétar Magnús hefur gefið út tvær hljómplötur. Hann syngur, semur og heldur tónleika og þá undir nafninu Tarnús jr. Kveðst hafa tekið það eftir föður sínum, Grétari Magnúsi Guðmundssyni, listmálara í Hafnarfirði, sem notar Tarnús sem listamannsnafn. „Tarnús er búið til úr þremur síðustu stöfunum í nöfnunum okkar. Pabbi bjó það til en þar sem ég heiti sömu nöfnum bæti ég bara jr. aftan við,“ segir þessi ungi listamaður. Hann bendir á að sýningar á útskriftarverkefnum nemenda Kvikmyndaskólans séu í Bíói Paradís þessa viku og séu opnar almenningi. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvikmyndin Sperðill snýst um tvo samkynhneigða karlmenn, barneignir og ættleiðingar, að sögn höfundar hennar, Grétars Magnúsar Grétarssonar tónlistarmanns sem reyndar kallar sig Tarnús jr. Grétar Magnús lærir leikstjórn og framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands og var að ljúka þriðju önn við skólann. Mynd hans Sperðill var frumsýnd í Bíó Paradísi í vikunni og nýlega tók hann við styrk frá Mannréttindaráði borgarinnar vegna gerðar hennar. „Jón Gnarr borgarstjóri veitti verðlaun og styrki í Höfða og sagði efni myndarinnar tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra. Ég ætla að senda hana á kvikmyndahátíðir, einkum gay-hátíðir.“ Sperðill er leikin mynd, rúmar 16 mínútur að lengd. Skyldi Grétar Magnús hafa haft sérstakar persónur í huga þegar hann skrifaði handritið? „Nei, sagan varð til í handritstíma í skólanum en þróaðist út í meiri alvöru.“ En af hverju heitir myndin Sperðill? „Sperðill getur þýtt vandræði og það er mín túlkun. Elsta varðveitta leikrit sem samið var á íslensku heitir Sperðill, það er frá síðari hluta 18. aldar og er eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Þar fékk ég hugmyndina.“ Nú á Grétar Magnús eina önn eftir við Kvikmyndaskólann. Þá mun hann gera enn stærri mynd. Skyldi hann vera byrjaður að undirbúa hana? „Ég er kominn með ýmsar hugmyndir en á eftir að móta þær og hef sumarið til að pæla í þeim. Égverð að skrifa og vinna í allt sumar.“ Grétar Magnús hefur gefið út tvær hljómplötur. Hann syngur, semur og heldur tónleika og þá undir nafninu Tarnús jr. Kveðst hafa tekið það eftir föður sínum, Grétari Magnúsi Guðmundssyni, listmálara í Hafnarfirði, sem notar Tarnús sem listamannsnafn. „Tarnús er búið til úr þremur síðustu stöfunum í nöfnunum okkar. Pabbi bjó það til en þar sem ég heiti sömu nöfnum bæti ég bara jr. aftan við,“ segir þessi ungi listamaður. Hann bendir á að sýningar á útskriftarverkefnum nemenda Kvikmyndaskólans séu í Bíói Paradís þessa viku og séu opnar almenningi.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira