„Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Baldvin Þormóðsson skrifar 20. maí 2014 10:00 Hlutverkið fer Hafþóri Júlíusi einstaklega vel. vísir/valli „Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“ Game of Thrones Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“
Game of Thrones Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira