Blam! er komið aftur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. maí 2014 12:30 Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda og sex Grímutilnefningar, meðal annars sem Sproti ársins og hreppti verðlaunin í þeim flokki. Mynd/Sören Meisner Hin geysivinsæla leiksýning Blam! í leikstjórn Kristjáns Ingimarssonar verður sýnd nokkrum sinnum í Borgarleikhúsinu í maí og júní. Blam! sló hressilega í gegn í Borgarleikhúsinu í fyrra og hefur síðan farið sigurför um Evrópu. Meðal annars hreif hún áhorfendur á Edinborgarhátíðinni í ágúst síðastliðnum og var valin óvæntasta sýning hátíðarinnar. Sýningin hefur alls staðar hlotið mikið lof og valdi dómnefnd hinna virtu Reumert-verðlauna hana sýningu ársins í Danmörku. Verkið var sýnt sex sinnum í Borgarleikhúsinu í fyrra fyrir troðfullu húsi við mikinn fögnuð leikhúsgesta, hlaut einróma lof gagnrýnenda og sex Grímutilnefningar, meðal annars sem Sproti ársins og hreppti verðlaunin í þeim flokki. Verkið fjallar um þrjá kúgaða skrifstofumenn sem sólunda lífi sínu á sorglegustu skrifstofu veraldar undir vökulu auga siðblinds yfirmanns. Í hvert sinn sem hann lítur undan, nýta þeir tækifærið til að „blamma“; endurgera uppáhalds senurnar sínar úr hasarmyndum. Þegar yfirmaðurinn fer að „blamma“ með þeim færist fjör í leikinn og við tekur stórhættuleg saga sem leikin er á ógnarhraða og krefst ofurmannlegra átaka. Sýningafjöldi er takmarkaður að þessu sinni en næstu sýningar eru nú um helgina, ein í kvöld og tvær á morgun. Sýningin snýr síðan aftur í Borgarleikhúsið í júní og verða þá fjórar sýningar. Menning Tengdar fréttir Eldri og yngri félagar saman á tónleikum Skólakór Varmárskóla hefur sett svip sinn á tónlistarlíf Mosfellsbæjar í 35 ár og heldur afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun klukkan 16. 17. maí 2014 13:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hin geysivinsæla leiksýning Blam! í leikstjórn Kristjáns Ingimarssonar verður sýnd nokkrum sinnum í Borgarleikhúsinu í maí og júní. Blam! sló hressilega í gegn í Borgarleikhúsinu í fyrra og hefur síðan farið sigurför um Evrópu. Meðal annars hreif hún áhorfendur á Edinborgarhátíðinni í ágúst síðastliðnum og var valin óvæntasta sýning hátíðarinnar. Sýningin hefur alls staðar hlotið mikið lof og valdi dómnefnd hinna virtu Reumert-verðlauna hana sýningu ársins í Danmörku. Verkið var sýnt sex sinnum í Borgarleikhúsinu í fyrra fyrir troðfullu húsi við mikinn fögnuð leikhúsgesta, hlaut einróma lof gagnrýnenda og sex Grímutilnefningar, meðal annars sem Sproti ársins og hreppti verðlaunin í þeim flokki. Verkið fjallar um þrjá kúgaða skrifstofumenn sem sólunda lífi sínu á sorglegustu skrifstofu veraldar undir vökulu auga siðblinds yfirmanns. Í hvert sinn sem hann lítur undan, nýta þeir tækifærið til að „blamma“; endurgera uppáhalds senurnar sínar úr hasarmyndum. Þegar yfirmaðurinn fer að „blamma“ með þeim færist fjör í leikinn og við tekur stórhættuleg saga sem leikin er á ógnarhraða og krefst ofurmannlegra átaka. Sýningafjöldi er takmarkaður að þessu sinni en næstu sýningar eru nú um helgina, ein í kvöld og tvær á morgun. Sýningin snýr síðan aftur í Borgarleikhúsið í júní og verða þá fjórar sýningar.
Menning Tengdar fréttir Eldri og yngri félagar saman á tónleikum Skólakór Varmárskóla hefur sett svip sinn á tónlistarlíf Mosfellsbæjar í 35 ár og heldur afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun klukkan 16. 17. maí 2014 13:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Eldri og yngri félagar saman á tónleikum Skólakór Varmárskóla hefur sett svip sinn á tónlistarlíf Mosfellsbæjar í 35 ár og heldur afmælistónleika í Guðríðarkirkju á morgun klukkan 16. 17. maí 2014 13:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp