Mattheusarpassían lík himnaríki á jörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2014 12:30 Ingvar Jón Bates, formaður Kórs Langholtskirkju, segir forréttindi að taka þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar. Fréttablaðið/GVA „Það er friður og heiðríkja yfir Mattheusarpassíunni. Hún er dálítið eins og himnaríki á jörð. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í flutningi hennar,“ segir Ingvar Jón Bates Gíslason, formaður Kórs Langholtskirkju. Kórinn ræðst í það stórvirki að flytja Mattheusarpassíuna nú á laugardaginn í kirkjunni, ásamt tvöfaldri hljómsveit, Gradualekór og einsöngvurum. Benedikt Kristjánsson verður í hlutverki guðspjallamannsins, Bergþór Pálsson sem Jesús og Davíð Ólafsson sem Pílatus. Öllu stjórnar svo Jón Stefánsson sem heldur upp á 50 ára starfsafmæli sem organisti og kórstjóri Langholtskirkju. Ingvar Jón segir Mattheusarpassíuna það verk Bachs sem hvað sjaldnast er flutt vegna þess hve stórt það sé í sniðum. „Það eru tvær hljómsveitir og tveir konsertmeistarar sem koma fram," lysir hann og heldur áfram. „Bach var að leika sér með effekta í þessu verki. Kirkjukórnum okkar er splittað upp í tvo kóra sem koma hvor úr sinni áttinni og hljómsveitirnar spila ýmist önnur eða báðar, sterkt eða veikt.“ Þetta er fjórða stóra Bach-tónverkið sem Ingvar Jón syngur í á fjórum árum. Hann tók meðal annars þátt í Jóhannesarpassíunni með Kammerkór Grafarvogskirkju í apríl.Kórinn Kirkjukórnum verður splittað upp í tvo og einnig syngur Gradualekórinn.„Ég söng Jóhannesarpassíuna fyrst 2011 með Mótettukórnum og það var gaman að upplifa hana aftur í síðasta mánuði. Þá lifnaði Mattheusarpassían við fyrir mér. Þó eru þetta ólík tónverk,“ segir Ingvar Jón sem einnig syngur með Mótettukórnum og svo á hinum og þessum stöðum, bæði við útfarir og í öðrum verkefnum. Ingvar Jón er arkitekt að mennt, lærði í Árósum í Danmörku, lauk doktorsnámi í Prag og vann á stofu hér á landi þegar hrunið varð. Nú nemur hann verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segir það gríðarlega skemmtilegt enda geti þau fræði nýst á flestum stöðum. Hann fór í meirapróf eftir að hann missti vinnuna og hefur starfað sem bílstjóri á hópferðabílum. „Ég starfa meðal annars hjá Strætó og síðustu tvö sumur hef ég verið í Finnmörku í Noregi og keyrt ferðamenn á nyrsta odda landsins, Nord Kap,“ lýsir hann. En skyldi hann stundum taka lagið fyrir ferðamennina? „Nei, en ég spila klassík af diskum eða stilli á útvarpsstöðina Rondó. Strætófarþegar hafa tekið aukahring með mér því þeir tímdu ekki að fara út í loka-alt-aríunni úr Tristan og Ísold eftir Wagner.“ Menning Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er friður og heiðríkja yfir Mattheusarpassíunni. Hún er dálítið eins og himnaríki á jörð. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í flutningi hennar,“ segir Ingvar Jón Bates Gíslason, formaður Kórs Langholtskirkju. Kórinn ræðst í það stórvirki að flytja Mattheusarpassíuna nú á laugardaginn í kirkjunni, ásamt tvöfaldri hljómsveit, Gradualekór og einsöngvurum. Benedikt Kristjánsson verður í hlutverki guðspjallamannsins, Bergþór Pálsson sem Jesús og Davíð Ólafsson sem Pílatus. Öllu stjórnar svo Jón Stefánsson sem heldur upp á 50 ára starfsafmæli sem organisti og kórstjóri Langholtskirkju. Ingvar Jón segir Mattheusarpassíuna það verk Bachs sem hvað sjaldnast er flutt vegna þess hve stórt það sé í sniðum. „Það eru tvær hljómsveitir og tveir konsertmeistarar sem koma fram," lysir hann og heldur áfram. „Bach var að leika sér með effekta í þessu verki. Kirkjukórnum okkar er splittað upp í tvo kóra sem koma hvor úr sinni áttinni og hljómsveitirnar spila ýmist önnur eða báðar, sterkt eða veikt.“ Þetta er fjórða stóra Bach-tónverkið sem Ingvar Jón syngur í á fjórum árum. Hann tók meðal annars þátt í Jóhannesarpassíunni með Kammerkór Grafarvogskirkju í apríl.Kórinn Kirkjukórnum verður splittað upp í tvo og einnig syngur Gradualekórinn.„Ég söng Jóhannesarpassíuna fyrst 2011 með Mótettukórnum og það var gaman að upplifa hana aftur í síðasta mánuði. Þá lifnaði Mattheusarpassían við fyrir mér. Þó eru þetta ólík tónverk,“ segir Ingvar Jón sem einnig syngur með Mótettukórnum og svo á hinum og þessum stöðum, bæði við útfarir og í öðrum verkefnum. Ingvar Jón er arkitekt að mennt, lærði í Árósum í Danmörku, lauk doktorsnámi í Prag og vann á stofu hér á landi þegar hrunið varð. Nú nemur hann verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segir það gríðarlega skemmtilegt enda geti þau fræði nýst á flestum stöðum. Hann fór í meirapróf eftir að hann missti vinnuna og hefur starfað sem bílstjóri á hópferðabílum. „Ég starfa meðal annars hjá Strætó og síðustu tvö sumur hef ég verið í Finnmörku í Noregi og keyrt ferðamenn á nyrsta odda landsins, Nord Kap,“ lýsir hann. En skyldi hann stundum taka lagið fyrir ferðamennina? „Nei, en ég spila klassík af diskum eða stilli á útvarpsstöðina Rondó. Strætófarþegar hafa tekið aukahring með mér því þeir tímdu ekki að fara út í loka-alt-aríunni úr Tristan og Ísold eftir Wagner.“
Menning Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira