Lífshringur fiðrildis og andvökunótt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. maí 2014 12:00 „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum,“ segir Sara Martí. Vísir/Anton „Hjónin Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir, annar helmingurinn af VaVaVoom, fundu ljóðabók a.rawlings, Wide Slumber For Lepidopterists, fyrir nokkrum árum og urðu yfir sig hrifin,“ segir leikstjórinn Sara Martí, hinn helmingur VaVaVoom, beðin að greina frá tildrögum verksins Wide Slumber. „Þau fengu styrk til að gera tónleikhúsverk upp úr bókinni og við erum búin að vera að vinna að þessu í tvö ár meðfram öðru. Valgeir samdi tónlistina við textann úr bókinni og við Sigga Sunna sáum um sjónræna hlutann.“ Sara segir verkið ekki vera leikrit heldur tónleika þar sem þrír karakterar fara í gegnum ákveðið ferðalag. „Sigga Sunna situr svo á sviðinu og vefur söguna í fjögurra fermetra vefstól sem tekur á sig alls kyns myndir.“ Þrír söngvarar, þau Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerður Júníusdóttir, holdgera sögusvið og persónur innan Wide Slumber og birtast okkur sem svefnvísindamaður, fiðrildafræðingur og svefngengill. Með þeim á sviðinu er hljómsveit skipuð James McVinnie, Liam Byrne og Ólafi Birni Ólafssyni. Listræna teymið vinnur með hópi vísindamanna á sviði svefnrannsókna við Rihel Lab í University College London og öðrum hópi sem stundar fiðrildarannsóknir við Harvard Museum of Comparative Zoology að gerð verksins. Hvernig kom það til? „Það sem hreif okkur mest við ljóðabókina var að hún fléttar saman lífshring fiðrildis og andvökunótt dreymingjans okkar,“ útskýrir Sara. „Og mjög fljótlega í ferlinu settum við okkur í samband við vísindamenn, annars vegar fiðrildafræðinga og hins vegar mann sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum. Annar hópurinn hefur sent okkur myndir af þeim bylgjum sem skapast í heilanum við drauma og hinn hópurinn helling af hljóðum úr heimi fiðrildanna og við nýtum hvort tveggja í sýningunni. Auk þess höfum við fengið frá þeim ógurlegt magn af alls konar rannsóknarniðurstöðum.“ Sara segir áhorfendur væntanlega ekki munu ganga út af sýningunni með einhverja fullvissu um það um hvað hún fjallaði. „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum og hvert lag er í rauninni ákveðið ferðalag.“Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og aðeins verða þrjár sýningar hérlendis, þann 24., 25. og 26. maí, allar í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Hjónin Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir, annar helmingurinn af VaVaVoom, fundu ljóðabók a.rawlings, Wide Slumber For Lepidopterists, fyrir nokkrum árum og urðu yfir sig hrifin,“ segir leikstjórinn Sara Martí, hinn helmingur VaVaVoom, beðin að greina frá tildrögum verksins Wide Slumber. „Þau fengu styrk til að gera tónleikhúsverk upp úr bókinni og við erum búin að vera að vinna að þessu í tvö ár meðfram öðru. Valgeir samdi tónlistina við textann úr bókinni og við Sigga Sunna sáum um sjónræna hlutann.“ Sara segir verkið ekki vera leikrit heldur tónleika þar sem þrír karakterar fara í gegnum ákveðið ferðalag. „Sigga Sunna situr svo á sviðinu og vefur söguna í fjögurra fermetra vefstól sem tekur á sig alls kyns myndir.“ Þrír söngvarar, þau Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerður Júníusdóttir, holdgera sögusvið og persónur innan Wide Slumber og birtast okkur sem svefnvísindamaður, fiðrildafræðingur og svefngengill. Með þeim á sviðinu er hljómsveit skipuð James McVinnie, Liam Byrne og Ólafi Birni Ólafssyni. Listræna teymið vinnur með hópi vísindamanna á sviði svefnrannsókna við Rihel Lab í University College London og öðrum hópi sem stundar fiðrildarannsóknir við Harvard Museum of Comparative Zoology að gerð verksins. Hvernig kom það til? „Það sem hreif okkur mest við ljóðabókina var að hún fléttar saman lífshring fiðrildis og andvökunótt dreymingjans okkar,“ útskýrir Sara. „Og mjög fljótlega í ferlinu settum við okkur í samband við vísindamenn, annars vegar fiðrildafræðinga og hins vegar mann sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum. Annar hópurinn hefur sent okkur myndir af þeim bylgjum sem skapast í heilanum við drauma og hinn hópurinn helling af hljóðum úr heimi fiðrildanna og við nýtum hvort tveggja í sýningunni. Auk þess höfum við fengið frá þeim ógurlegt magn af alls konar rannsóknarniðurstöðum.“ Sara segir áhorfendur væntanlega ekki munu ganga út af sýningunni með einhverja fullvissu um það um hvað hún fjallaði. „Þetta er fyrst og fremst upplifun á þessum tveimur heimum og hvert lag er í rauninni ákveðið ferðalag.“Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og aðeins verða þrjár sýningar hérlendis, þann 24., 25. og 26. maí, allar í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira