Styður systur sína með töfrabrögðum Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2014 09:30 Hermann Helenuson gerir allt sem hann getur til þess að styðja systur sína. mynd/aðalsteinn „Ég ætla gera allt til þess að hjálpa systur minni, við erum mjög náin,“ segir hinn 14 ára gamli töframaður Hermann Helenuson. Hann stendur fyrir töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna ásamt Töfrahetjunum í Salnum, Kópavogi næstkomandi föstudag. Sýningin er liður í því að safna fjármagni til að systir hans Karen komist erlendis í aðgerð til að laga hryggskekkju. Slík aðgerð kostar átta milljónir króna. Hann hefur verið ötull að safna fyrir aðgerðinni með því að koma fram í afmælum og ýmiss konar uppákomum. Launin sín setur hann trúfastlega inn á söfnunarreikning systur sinnar og er þegar búinn að safna um 200.000 krónum. „Töfrahetjurnar eru samblanda af nokkrum einstaklingum sem geta gert ótrúlega hluti. Í töfrahetjunum eru meðal annars Einar Mikael töframaður og Viktoría töfrakona ásamt fleiri hetjum,“ bætir Hermann við. Litla systir hans er einnig hluti af Töfrahetjunum, Lovísa Helenudóttir, en hún er 12 ára gömul. Þau ætla öll að töfra saman og lofa flottri sýningu fyrir alla fjölskylduna. Áhorfendur fá að taka virkan þátt í sýningunni og fá nokkrir heppnir að aðstoða Töfrahetjurnar. Hermann segir að lífið hafi breyst að einhverju leyti eftir Ísland got talent-þættina. „Ég er þakklátur að hafa fengið þetta frábæra tækifæri. Það eina sem hefur breyst er kannski að fólk þekkir mann betur. Ég er samt enn þá bara með sömu vinum mínum í skólanum og líður vel,“ segir Hermann spurður út í breytingarnar. Eru ekki margir að spyrja út í töfrabrögðin? „Jújú, en það má ekki segja neitt,“ bætir Hermann við og hlær. Allur ágóði af miðasölu rennur óskertur til að safna fyrir aðgerð Karenar og fer miðasala fram á midi.is. Ísland Got Talent Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
„Ég ætla gera allt til þess að hjálpa systur minni, við erum mjög náin,“ segir hinn 14 ára gamli töframaður Hermann Helenuson. Hann stendur fyrir töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna ásamt Töfrahetjunum í Salnum, Kópavogi næstkomandi föstudag. Sýningin er liður í því að safna fjármagni til að systir hans Karen komist erlendis í aðgerð til að laga hryggskekkju. Slík aðgerð kostar átta milljónir króna. Hann hefur verið ötull að safna fyrir aðgerðinni með því að koma fram í afmælum og ýmiss konar uppákomum. Launin sín setur hann trúfastlega inn á söfnunarreikning systur sinnar og er þegar búinn að safna um 200.000 krónum. „Töfrahetjurnar eru samblanda af nokkrum einstaklingum sem geta gert ótrúlega hluti. Í töfrahetjunum eru meðal annars Einar Mikael töframaður og Viktoría töfrakona ásamt fleiri hetjum,“ bætir Hermann við. Litla systir hans er einnig hluti af Töfrahetjunum, Lovísa Helenudóttir, en hún er 12 ára gömul. Þau ætla öll að töfra saman og lofa flottri sýningu fyrir alla fjölskylduna. Áhorfendur fá að taka virkan þátt í sýningunni og fá nokkrir heppnir að aðstoða Töfrahetjurnar. Hermann segir að lífið hafi breyst að einhverju leyti eftir Ísland got talent-þættina. „Ég er þakklátur að hafa fengið þetta frábæra tækifæri. Það eina sem hefur breyst er kannski að fólk þekkir mann betur. Ég er samt enn þá bara með sömu vinum mínum í skólanum og líður vel,“ segir Hermann spurður út í breytingarnar. Eru ekki margir að spyrja út í töfrabrögðin? „Jújú, en það má ekki segja neitt,“ bætir Hermann við og hlær. Allur ágóði af miðasölu rennur óskertur til að safna fyrir aðgerð Karenar og fer miðasala fram á midi.is.
Ísland Got Talent Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira