Íslenskar bækur eftirsóttar í Mið-Austurlöndum 10. maí 2014 12:30 Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Fótspor á himnum, kemur út á arabísku um þessar mundir og var Einari Má af því tilefni boðið á bókamessuna. Mynd/Réttindastofa Forlagsins Hvert íslenska bókmenntaverkið á fætur öðru er nú gefið út á arabísku. Réttindastofa Forlagsins er nýkomin af bókamessunni í Abu Dhabi þar sem undirritaðir voru samningar um arabíska útgáfu á Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, Blóðhófni eftir Gerði Kristnýju og Valeyrarvalsinum eftir Guðmund Andra Thorsson. Réttindastofan hefur að undanförnu samið við arabísk forlög um útgáfu á verkum ýmissa höfunda sinna. LoveStar eftir Andra Snæ Magnason kemur út á næstunni, Mýrin, Grafarþögn og Röddin eftir Arnald Indriðason hafa þegar komið út á arabísku, sem og Elsku besti pabbi og Mamma er best eftir Björk Bjarkadóttur, Gæludýrin eftir Braga Ólafsson, Svanurinn eftir Guðberg Bergsson, Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness og Skugga-Baldur eftir Sjón. Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson er væntanleg fljótlega, sem og Z ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur og Flateyjargáta eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Fótspor á himnum, kemur enn fremur út á arabísku um þessar mundir og var Einari Má af því tilefni boðið á bókamessuna, þar sem hann ræddi verk sín og íslenskar bókmenntir. Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hvert íslenska bókmenntaverkið á fætur öðru er nú gefið út á arabísku. Réttindastofa Forlagsins er nýkomin af bókamessunni í Abu Dhabi þar sem undirritaðir voru samningar um arabíska útgáfu á Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, Blóðhófni eftir Gerði Kristnýju og Valeyrarvalsinum eftir Guðmund Andra Thorsson. Réttindastofan hefur að undanförnu samið við arabísk forlög um útgáfu á verkum ýmissa höfunda sinna. LoveStar eftir Andra Snæ Magnason kemur út á næstunni, Mýrin, Grafarþögn og Röddin eftir Arnald Indriðason hafa þegar komið út á arabísku, sem og Elsku besti pabbi og Mamma er best eftir Björk Bjarkadóttur, Gæludýrin eftir Braga Ólafsson, Svanurinn eftir Guðberg Bergsson, Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness og Skugga-Baldur eftir Sjón. Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson er væntanleg fljótlega, sem og Z ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur og Flateyjargáta eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Fótspor á himnum, kemur enn fremur út á arabísku um þessar mundir og var Einari Má af því tilefni boðið á bókamessuna, þar sem hann ræddi verk sín og íslenskar bókmenntir.
Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira