Verk Georgs Guðna voru ein kveikjan Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. maí 2014 12:30 "Ég byrjaði í abstraktinu 27 ára úti í bílskúr,“ segir Ragnar sem fram að því hafði aðallega unnið með hljóð. Vísir/GVA Þetta eru allt ný málverk og áhrifavaldarnir eru kúbismi, íkonar og skúlptúrar frumbyggja,“ segir Ragnar Þórisson myndlistarmaður, sem í dag opnar sína þriðju einkasýningu í Tveimur hröfnum við Baldursgötu. Ragnar byrjaði feril sinn sem abstraktmálari en fór brátt að einbeita sér að myndum sem sýna manneskjuna í ýmsum tilbrigðum. „Maður þekkir manneskjuna betur og getur betur tengt við hana,“ segir hann en mótmælir hástöfum þegar spurt er hvort myndirnar segi einhverjar sögur. „Ég forðast það að segja sögur. Þess vegna kemur kúbisminn inn, ég dreg upp mynd af broti af manneskjunni á mismunandi tímum. Þannig snýst hún til og afformast eða afmyndast.“ Ragnar byrjaði tiltölulega seint að mála, er fæddur 1977 og útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2010. Hvað kom til að hann fór að leggja myndlistina fyrir sig? „Ég byrjaði í abstraktinu 27 ára úti í bílskúr,“ segir hann hlæjandi. „Fram að því hafði ég aðallega verið að vinna með hljóð. Það sem ýtti mér út í málverkið voru áhrif frá Georg Guðna. Ég hafði tengt við ambíant-tónlist, sem er nokkurs konar landslagstónlist, og þegar ég sá að Georg Guðni gat komið sömu stemningu til skila í málverkunum varð það ein kveikjan að því að ég fór að mála sjálfur.“ Verk Ragnars hafa vakið mikla athygli og jákvæða gagnrýni og síðastliðið haust hlaut hann styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, sem hann segir að hafi skipt sig miklu máli. „Það kom sér vel að fá þennan styrk,“ segir hann, „en það er þó fyrst og fremst mikill heiður og mér þótti vænt um það.“ Sýningin í Tveimur hröfnum verður opnuð klukkan 17 í dag og verður opin til 31. maí. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta eru allt ný málverk og áhrifavaldarnir eru kúbismi, íkonar og skúlptúrar frumbyggja,“ segir Ragnar Þórisson myndlistarmaður, sem í dag opnar sína þriðju einkasýningu í Tveimur hröfnum við Baldursgötu. Ragnar byrjaði feril sinn sem abstraktmálari en fór brátt að einbeita sér að myndum sem sýna manneskjuna í ýmsum tilbrigðum. „Maður þekkir manneskjuna betur og getur betur tengt við hana,“ segir hann en mótmælir hástöfum þegar spurt er hvort myndirnar segi einhverjar sögur. „Ég forðast það að segja sögur. Þess vegna kemur kúbisminn inn, ég dreg upp mynd af broti af manneskjunni á mismunandi tímum. Þannig snýst hún til og afformast eða afmyndast.“ Ragnar byrjaði tiltölulega seint að mála, er fæddur 1977 og útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2010. Hvað kom til að hann fór að leggja myndlistina fyrir sig? „Ég byrjaði í abstraktinu 27 ára úti í bílskúr,“ segir hann hlæjandi. „Fram að því hafði ég aðallega verið að vinna með hljóð. Það sem ýtti mér út í málverkið voru áhrif frá Georg Guðna. Ég hafði tengt við ambíant-tónlist, sem er nokkurs konar landslagstónlist, og þegar ég sá að Georg Guðni gat komið sömu stemningu til skila í málverkunum varð það ein kveikjan að því að ég fór að mála sjálfur.“ Verk Ragnars hafa vakið mikla athygli og jákvæða gagnrýni og síðastliðið haust hlaut hann styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, sem hann segir að hafi skipt sig miklu máli. „Það kom sér vel að fá þennan styrk,“ segir hann, „en það er þó fyrst og fremst mikill heiður og mér þótti vænt um það.“ Sýningin í Tveimur hröfnum verður opnuð klukkan 17 í dag og verður opin til 31. maí.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira