Mæðgur í myndlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. maí 2014 12:30 Þórunn og Steinunn útskrifuðust úr myndlistarskóla með 24 ára millibili. Þær vinna verk sín í ólíka miðla. Mynd/úr einkasafni „Ég bý til listaverk og tónlist vegna þess að ég fyllist af orku og gleði þegar ég bý til eitthvað nýtt. Það er sífellt verið að mála nýjar myndir, smíða skúlptúra sem enginn hefur séð fyrr og semja tónlist sem ekki hefur áður heyrst.“ Þetta segir Steinunn Harðardóttir, myndlistarkona og eins manns hljómsveitin Dj flugvél og geimskip. Hún og móðir hennar, Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona, verða með sýningu í 002 Galleríi í Hafnarfirði milli klukkan 14 og 17 á morgun, laugardag og á sama tíma á sunnudag. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Spurningu um hvort þær ætli að vinna verkin á staðnum svarar Þórunn fyrst og er leyndardómsfull. „Ekki á sýningartímanum en það sem ég geri er allt unnið á staðnum, inn í rýmið. Ég fæ mjög mikið út úr því að mála með strigalímbandi beint í rými og dreg fram það sem ég sé í arkitektúrnum sem liggur kannski ekki í augum uppi.“ Steinunn: „Ég er með nokkur verk tilbúin og mun raða þeim inn en á opnuninni á morgun verð ég með lifandi furðuleiðslu í einu herberginu, svona innsetningarhljóðverk. Það verður svo spilað af bandi á sunnudaginn.“ 002 Gallerí er íbúð og vinnustofa myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Hann hefur starfrækt þetta óvenjulega gallerí um þriggja ára skeið í kjallaraíbúð sinni í blokk í Hafnarfirði. Sýning mæðgnanna er fjórði viðburður fyrstu myndlistarhátíðar gallerísins sem stendur til 1. júní. En hafa þær mörg herbergi til umráða fyrir sýninguna sína? Þórunn: Það er stofan, hún verður með hefðbundnu sniði með listaverkum á veggjum.“ „Óhefðbundnum verkum sem reyna að vera hefðbundin,“ skýtur Steinunn inn í.„Og svo svefnherbergið þar sem furðuleiðslan fer fram.“ Þórunn: „Síðan er baðherbergið og þar verður innsetning sem leynigestur og Steinunn hafa unnið í sameiningu.“ Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég bý til listaverk og tónlist vegna þess að ég fyllist af orku og gleði þegar ég bý til eitthvað nýtt. Það er sífellt verið að mála nýjar myndir, smíða skúlptúra sem enginn hefur séð fyrr og semja tónlist sem ekki hefur áður heyrst.“ Þetta segir Steinunn Harðardóttir, myndlistarkona og eins manns hljómsveitin Dj flugvél og geimskip. Hún og móðir hennar, Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona, verða með sýningu í 002 Galleríi í Hafnarfirði milli klukkan 14 og 17 á morgun, laugardag og á sama tíma á sunnudag. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Spurningu um hvort þær ætli að vinna verkin á staðnum svarar Þórunn fyrst og er leyndardómsfull. „Ekki á sýningartímanum en það sem ég geri er allt unnið á staðnum, inn í rýmið. Ég fæ mjög mikið út úr því að mála með strigalímbandi beint í rými og dreg fram það sem ég sé í arkitektúrnum sem liggur kannski ekki í augum uppi.“ Steinunn: „Ég er með nokkur verk tilbúin og mun raða þeim inn en á opnuninni á morgun verð ég með lifandi furðuleiðslu í einu herberginu, svona innsetningarhljóðverk. Það verður svo spilað af bandi á sunnudaginn.“ 002 Gallerí er íbúð og vinnustofa myndlistarmannsins Birgis Sigurðssonar. Hann hefur starfrækt þetta óvenjulega gallerí um þriggja ára skeið í kjallaraíbúð sinni í blokk í Hafnarfirði. Sýning mæðgnanna er fjórði viðburður fyrstu myndlistarhátíðar gallerísins sem stendur til 1. júní. En hafa þær mörg herbergi til umráða fyrir sýninguna sína? Þórunn: Það er stofan, hún verður með hefðbundnu sniði með listaverkum á veggjum.“ „Óhefðbundnum verkum sem reyna að vera hefðbundin,“ skýtur Steinunn inn í.„Og svo svefnherbergið þar sem furðuleiðslan fer fram.“ Þórunn: „Síðan er baðherbergið og þar verður innsetning sem leynigestur og Steinunn hafa unnið í sameiningu.“
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira