Sannasti pistill allra tíma Atli Fannar Bjarkason skrifar 1. maí 2014 07:00 Hei, Júlíus Vífill! Það er ekki rétt hjá þér að enginn meirihluti hafi átt í jafn miklu stríði við borgarbúa og sá sem nú er við völd. Það er ekki heldur rétt að ekkert kjörtímabil hafi einkennst af jafn miklum ófriði. Hvers vegna talarðu svona? Er eitthvað að? Viltu tala um það? Á árunum 2003 til 2008 voru alls sex borgarstjórar við völd — fleiri en nokkur myndhöggvari hefur tíma til að meitla. Þá fór stríðið fram í ráðhúsinu og fyrir utan fylgdust agndofa borgarbúar með á meðan met var slegið í vanvirðingu við lýðræðið. Hei, ríkissáttasemjari! Klóraðu fimm prósent af launum presta og hækkaðu laun allra hinna. Engin verkföll. Hei, Guðni Ágústsson! Þú tókst rétta ákvörðun. Vel gert. Taktu þessa dómgreind með á næsta karlakvöld. Að þú tækir sæti í borgarstjórn er skelfileg hugmynd. Ekki vegna þess að þú myndir standa þig illa. Ég hef engar forsendur til að meta það. Ég veit bara ekki hver ætti að halda á lofti lit og áferð íslenska smjörsins ef kraftar þínir væru nýttir annars staðar. Mjólkursamsalan gerir það ekki því þá væri slagorðið: „Mmmm smjör — Gult og mjúkt.“ Hei, Vilborg Arna Gissurardóttir! … Þú ert reyndar grjóthörð. Gangi þér vel. Hei, Guðrún Bryndís Karlsdóttir! Við hverju bjóstu þegar þú þegar þú tókst sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík? Flokksmenn reka ekki rýtinga í bak hvers annars heldur hnífasett. Í meðalhnífasetti eru fimm hnífar. Hugsaðu um það. Varstu ekki búin að gúggla Framsóknarflokkinn? Af hverju komu vinnubrögðin þér á óvart? Hérna er sannleikurinn og hann er beiskur: Flokkurinn vildi aldrei að þú yrðir annað en varaborgarfulltrúi og þú verður að sætta þig við það. Horfðu á björtu hliðarnar: Það er að koma sumar og þú ert ekki á leiðinni í kosningabaráttu með Framsóknarflokknum. Og hei, Jón Gnarr! Ég sakna þín strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun
Hei, Júlíus Vífill! Það er ekki rétt hjá þér að enginn meirihluti hafi átt í jafn miklu stríði við borgarbúa og sá sem nú er við völd. Það er ekki heldur rétt að ekkert kjörtímabil hafi einkennst af jafn miklum ófriði. Hvers vegna talarðu svona? Er eitthvað að? Viltu tala um það? Á árunum 2003 til 2008 voru alls sex borgarstjórar við völd — fleiri en nokkur myndhöggvari hefur tíma til að meitla. Þá fór stríðið fram í ráðhúsinu og fyrir utan fylgdust agndofa borgarbúar með á meðan met var slegið í vanvirðingu við lýðræðið. Hei, ríkissáttasemjari! Klóraðu fimm prósent af launum presta og hækkaðu laun allra hinna. Engin verkföll. Hei, Guðni Ágústsson! Þú tókst rétta ákvörðun. Vel gert. Taktu þessa dómgreind með á næsta karlakvöld. Að þú tækir sæti í borgarstjórn er skelfileg hugmynd. Ekki vegna þess að þú myndir standa þig illa. Ég hef engar forsendur til að meta það. Ég veit bara ekki hver ætti að halda á lofti lit og áferð íslenska smjörsins ef kraftar þínir væru nýttir annars staðar. Mjólkursamsalan gerir það ekki því þá væri slagorðið: „Mmmm smjör — Gult og mjúkt.“ Hei, Vilborg Arna Gissurardóttir! … Þú ert reyndar grjóthörð. Gangi þér vel. Hei, Guðrún Bryndís Karlsdóttir! Við hverju bjóstu þegar þú þegar þú tókst sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík? Flokksmenn reka ekki rýtinga í bak hvers annars heldur hnífasett. Í meðalhnífasetti eru fimm hnífar. Hugsaðu um það. Varstu ekki búin að gúggla Framsóknarflokkinn? Af hverju komu vinnubrögðin þér á óvart? Hérna er sannleikurinn og hann er beiskur: Flokkurinn vildi aldrei að þú yrðir annað en varaborgarfulltrúi og þú verður að sætta þig við það. Horfðu á björtu hliðarnar: Það er að koma sumar og þú ert ekki á leiðinni í kosningabaráttu með Framsóknarflokknum. Og hei, Jón Gnarr! Ég sakna þín strax.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun