Bók fyrir sjálfan mig tvítugan Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 10:00 Anton Helgi: "Mig hefur lengi langað til að gera borgarljóðabók og það sem ýtti við mér var að fyrir nokkrum árum eignaðist ég ljóða- og textasafn Pauls McCartney.“ Vísir/GVA Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þessa bók og stoltur af henni,“ segir Anton Helgi Jónsson þegar honum er óskað til hamingju með nýju ljóðabókina, Tvífari gerir sig heimakominn. „Ég náði held ég ýmsu sem mig hefur lengi langað til að gera og það var ýmislegt sem kom heim og saman.“ Beðinn um dæmi segir Anton Helgi: „Til dæmis eins og að leika mér með ýmsar myndlíkingar þannig að þær verði skemmtilegar um leið og þær eru hversdagslegar í hversdagslegu umhverfi, eins og í fyrsta ljóðinu um verslunarferð þar sem tilgangur lífsins mætir á svæðið.“ Ljóðin í bókinni eru nánast öll tengd Reykjavík og því eðlilegt að spyrja hvort Anton Helgi sé tekinn við af Tómasi Guðmundssyni sem Reykjavíkurskáld. „Það held ég varla, þau eru svo mörg fremri mér í því,“ segir Anton og hlær. „En mig hefur lengi langað til að gera borgarljóðabók og það sem ýtti við mér var að fyrir nokkrum árum eignaðist ég ljóða- og textasafn Pauls McCartney sem kom út upp úr aldamótunum og þegar ég las í gegnum það þá allt í einu mundi ég hvað það var sem hafði sterkust áhrif á mann þegar maður var krakki og unglingur og að mig hafði langað að gera svona bók þegar ég var rúmlega tvítugur. Kannski má segja að þessi bók sé ort fyrir sjálfan mig tvítugan.“ Anton Helgi heldur því fram að þetta sé að mörgu leyti gamaldags ljóðabók eins og marka megi af tilvitnuninni í McCartney sem eru einkunnarorð hennar. „Ég er að nota alls konar trix sem ekki hafa verið mikið uppi á yfirborðinu á undanförnum árum og andblær sjöunda áratugarins er mjög sterkur í bókinni. Þó ég geti ekki annað en vonað að hún höfði til ungs fólks þá er mjög greinilegt að þarna skrifar gamall karl sem horfir um öxl.“ Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.“ Og af því stafar þessi nostalgía eftir sjöunda áratugnum? En þá varst þú bara barn. „Já, verður maður ekki fyrir sterkustu áhrifunum þegar maður er barn og unglingur? Þegar ég var þrettán, fjórtán ára þá lögðust þeir á mig með fullum þunga Dylan, Bítlarnir, Stones og bara öll sú familía og ég hef að einhverju leyti verið staddur í þeim tíma síðan.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Heitustu trendin árið 2025 Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þessa bók og stoltur af henni,“ segir Anton Helgi Jónsson þegar honum er óskað til hamingju með nýju ljóðabókina, Tvífari gerir sig heimakominn. „Ég náði held ég ýmsu sem mig hefur lengi langað til að gera og það var ýmislegt sem kom heim og saman.“ Beðinn um dæmi segir Anton Helgi: „Til dæmis eins og að leika mér með ýmsar myndlíkingar þannig að þær verði skemmtilegar um leið og þær eru hversdagslegar í hversdagslegu umhverfi, eins og í fyrsta ljóðinu um verslunarferð þar sem tilgangur lífsins mætir á svæðið.“ Ljóðin í bókinni eru nánast öll tengd Reykjavík og því eðlilegt að spyrja hvort Anton Helgi sé tekinn við af Tómasi Guðmundssyni sem Reykjavíkurskáld. „Það held ég varla, þau eru svo mörg fremri mér í því,“ segir Anton og hlær. „En mig hefur lengi langað til að gera borgarljóðabók og það sem ýtti við mér var að fyrir nokkrum árum eignaðist ég ljóða- og textasafn Pauls McCartney sem kom út upp úr aldamótunum og þegar ég las í gegnum það þá allt í einu mundi ég hvað það var sem hafði sterkust áhrif á mann þegar maður var krakki og unglingur og að mig hafði langað að gera svona bók þegar ég var rúmlega tvítugur. Kannski má segja að þessi bók sé ort fyrir sjálfan mig tvítugan.“ Anton Helgi heldur því fram að þetta sé að mörgu leyti gamaldags ljóðabók eins og marka megi af tilvitnuninni í McCartney sem eru einkunnarorð hennar. „Ég er að nota alls konar trix sem ekki hafa verið mikið uppi á yfirborðinu á undanförnum árum og andblær sjöunda áratugarins er mjög sterkur í bókinni. Þó ég geti ekki annað en vonað að hún höfði til ungs fólks þá er mjög greinilegt að þarna skrifar gamall karl sem horfir um öxl.“ Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.“ Og af því stafar þessi nostalgía eftir sjöunda áratugnum? En þá varst þú bara barn. „Já, verður maður ekki fyrir sterkustu áhrifunum þegar maður er barn og unglingur? Þegar ég var þrettán, fjórtán ára þá lögðust þeir á mig með fullum þunga Dylan, Bítlarnir, Stones og bara öll sú familía og ég hef að einhverju leyti verið staddur í þeim tíma síðan.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Heitustu trendin árið 2025 Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira