Sviðslistahátíð fyrir börn og unglinga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 09:30 Sýning Bíbí og blaka, Fetta bretta, er önnur tveggja opnunarsýninga hátíðarinnar. Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsilegri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstudag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hollenski hópurinn Arch8 með sýninguna Murikamification. Hópurinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draumkenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er danshópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútímadansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverfið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslistum fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söngleiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vandaðar sýningar, þá bæði er miðaverð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreyttari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í siðmenntuðu samfélagi að á boðstólum sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsilegri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstudag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hollenski hópurinn Arch8 með sýninguna Murikamification. Hópurinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draumkenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er danshópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútímadansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverfið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslistum fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söngleiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vandaðar sýningar, þá bæði er miðaverð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreyttari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í siðmenntuðu samfélagi að á boðstólum sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira