Þrír ættliðir unnu saman að bók og diski Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. apríl 2014 13:30 Hildigunnur Halldórsdóttir. "Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna,“ segir barnabarnið Hildigunnur Rúnarsdóttir um ömmu sína. Óskasteinar er nýútkomin söngvabók sem inniheldur safn söngtexta, auk nokkurra laga, eftir Hildigunni Halldórsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með úrvali sönglaga úr bókinni. Útgáfan er samvinnuverkefni afkomenda Hildigunnar – en að verkefninu unnu saman þrír ættliðir. Verkefnin voru fjölbreytt. Má þar nefna nótnaskrift, útsetningar, bókstafshljómasetningu, myndskreytingar og tónlistarflutning auk annarrar umsýslu sem fylgir útgáfu á bók og geisladisk. Einn þeirra afkomenda Hildigunnar sem tóku þátt í þeirri vinnu var Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, sem segir ömmu sína kannski ekki hafa haft bein áhrif á það að hún valdi sér tónlist sem lífsstarf, en samt. „Amma var ein af þessum menntakonum í Reykjavík, næstum alla síðustu öld,“ segir Hildigunnur. „Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna. Hún samdi nokkur lög og ofboðslega mikið af textum eins og til dæmis Óskasteina, Hér búálfur á bænum er og Foli, foli fótalipri. Hún hafði samt ekkert með það að gera að ég valdi tónlistina nema með því að styðja mig og okkur öll mjög dyggilega, vera dugleg að hvetja okkur áfram og mæta á flesta þá tónleika þar sem eitthvert okkar var að syngja eða spila.“ Lengi hefur staðið til að gera höfundarverki Hildigunnar skil en fjármagnsskortur hamlaði því að af því gæti orðið. Skriður komst þó á verkefnið árið 2001 þegar þýska þungarokkshljómsveitin In Extremo gaf út breiðskífuna Sünder ohne Zügel. Á plötunni flytur hljómsveitin lagið Óskasteina, ungverskt þjóðlag við íslenskan texta Hildigunnar. Í kjölfarið tóku ríflegar höfundargreiðslur að berast inn á bankareikning. „Þetta var alveg magnað,“ segir Hildigunnur. „Sérstaklega vegna þess að við höfðum enga hugmynd um þetta framtak fyrr en peningarnir fóru að hrúgast inn á reikninginn hjá mömmu.“ Af því tilefni var stofnaður Minningarsjóðurinn Óskasteinar sem stendur að þessari útgáfu en fjölskyldumeðlimir sjá um allan tónlistarflutning á geisladiskinum. Myndirnar í bókinni eru eftir Hjördísi Ingu Ólafsdóttur, dóttur Hildigunnar. Í bókinni eru einnig fjögur ný lög eftir afkomendur Hildigunnar, þau Halldór Bjarka Arnarson og Hildigunni Rúnarsdóttur sem viðurkennir hlæjandi að nánast hver einasti meðlimur fjölskyldunnar leggi stund á tónlist. „Við erum fjögur systkinin og öll í tónlist, mamma var kórstjóri um tíma og svo eru það frændsystkini okkar, börnin þeirra og börnin okkar. Eina fólkið sem kom að gerð disksins og bókarinnar og ekki er afkomendur ömmu eru þrír makar fjölskyldumeðlima.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Óskasteinar er nýútkomin söngvabók sem inniheldur safn söngtexta, auk nokkurra laga, eftir Hildigunni Halldórsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með úrvali sönglaga úr bókinni. Útgáfan er samvinnuverkefni afkomenda Hildigunnar – en að verkefninu unnu saman þrír ættliðir. Verkefnin voru fjölbreytt. Má þar nefna nótnaskrift, útsetningar, bókstafshljómasetningu, myndskreytingar og tónlistarflutning auk annarrar umsýslu sem fylgir útgáfu á bók og geisladisk. Einn þeirra afkomenda Hildigunnar sem tóku þátt í þeirri vinnu var Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, sem segir ömmu sína kannski ekki hafa haft bein áhrif á það að hún valdi sér tónlist sem lífsstarf, en samt. „Amma var ein af þessum menntakonum í Reykjavík, næstum alla síðustu öld,“ segir Hildigunnur. „Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna. Hún samdi nokkur lög og ofboðslega mikið af textum eins og til dæmis Óskasteina, Hér búálfur á bænum er og Foli, foli fótalipri. Hún hafði samt ekkert með það að gera að ég valdi tónlistina nema með því að styðja mig og okkur öll mjög dyggilega, vera dugleg að hvetja okkur áfram og mæta á flesta þá tónleika þar sem eitthvert okkar var að syngja eða spila.“ Lengi hefur staðið til að gera höfundarverki Hildigunnar skil en fjármagnsskortur hamlaði því að af því gæti orðið. Skriður komst þó á verkefnið árið 2001 þegar þýska þungarokkshljómsveitin In Extremo gaf út breiðskífuna Sünder ohne Zügel. Á plötunni flytur hljómsveitin lagið Óskasteina, ungverskt þjóðlag við íslenskan texta Hildigunnar. Í kjölfarið tóku ríflegar höfundargreiðslur að berast inn á bankareikning. „Þetta var alveg magnað,“ segir Hildigunnur. „Sérstaklega vegna þess að við höfðum enga hugmynd um þetta framtak fyrr en peningarnir fóru að hrúgast inn á reikninginn hjá mömmu.“ Af því tilefni var stofnaður Minningarsjóðurinn Óskasteinar sem stendur að þessari útgáfu en fjölskyldumeðlimir sjá um allan tónlistarflutning á geisladiskinum. Myndirnar í bókinni eru eftir Hjördísi Ingu Ólafsdóttur, dóttur Hildigunnar. Í bókinni eru einnig fjögur ný lög eftir afkomendur Hildigunnar, þau Halldór Bjarka Arnarson og Hildigunni Rúnarsdóttur sem viðurkennir hlæjandi að nánast hver einasti meðlimur fjölskyldunnar leggi stund á tónlist. „Við erum fjögur systkinin og öll í tónlist, mamma var kórstjóri um tíma og svo eru það frændsystkini okkar, börnin þeirra og börnin okkar. Eina fólkið sem kom að gerð disksins og bókarinnar og ekki er afkomendur ömmu eru þrír makar fjölskyldumeðlima.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira