Það er ekkert sem stoppar okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 10:00 "Ég verð með blóm sem reyndar eru rellur sem snúast eftir því hvernig vindurinn blæs,“ segir Gerður um verk sín á sýningunni Þræðir sumarsins. Fréttablaðið/Daníel „Textílfélagið var stofnað 1974. Það hefur verið virkt allan tímann og nú er starfið með miklum blóma. Við hittumst mánaðarlega og skipuleggjum eitthvað nýtt í tilefni afmælisins. Fólk á eftir að verða vart við okkur víða um land,“ segir Gerður Guðmundsdóttir, ein þeirra sem standa að sýningunni Þræðir sumarsins við Dyngju listhús í Eyjafjarðarsveit sem opnuð er í dag klukkan 12. Átta listakonur úr félaginu hafa komið upp útilistaverkum sem verða til sýnis í allt sumar og sum jafnvel lengur. Þarna verður líf í tuskunum, „þvottur“ á snúrum sem hangið getur í aldir, túnið skreytt óvenjulegum blómabreiðum og skúlptúrum og sáð verður fyrir þráðum í lín svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning er að frumkvæði Guðrúnar Höddu handverks-og listakonu í Fífilbrekku. Gerður segir mikla breidd í félaginu. „Fólk er í skúlptúr, textíl, hönnun og öllu mögulegu, meira að segja er saumað í steina. Það er ekkert sem stoppar okkur,“ segir hún. Listamennirnir og verk þeirra: Anna Gunnarsdóttir: Kraftur hringanna. Bjargey Ingólfsdóttir: Að hafa til hnífs og skeiðar. Gerður Guðmundsdóttir: Bláhverflar. Guðrún Hadda Bjarnadóttir: Línakur. Hrafnhildur Sigurðardóttir: Í mark. Jóna Imsland: Til þerris í nokkrar aldir I. Rósa Júlíusdóttir: Endurunnið verk. Steinunn B. Helgadóttir: Motta úr hrosshári. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Textílfélagið var stofnað 1974. Það hefur verið virkt allan tímann og nú er starfið með miklum blóma. Við hittumst mánaðarlega og skipuleggjum eitthvað nýtt í tilefni afmælisins. Fólk á eftir að verða vart við okkur víða um land,“ segir Gerður Guðmundsdóttir, ein þeirra sem standa að sýningunni Þræðir sumarsins við Dyngju listhús í Eyjafjarðarsveit sem opnuð er í dag klukkan 12. Átta listakonur úr félaginu hafa komið upp útilistaverkum sem verða til sýnis í allt sumar og sum jafnvel lengur. Þarna verður líf í tuskunum, „þvottur“ á snúrum sem hangið getur í aldir, túnið skreytt óvenjulegum blómabreiðum og skúlptúrum og sáð verður fyrir þráðum í lín svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning er að frumkvæði Guðrúnar Höddu handverks-og listakonu í Fífilbrekku. Gerður segir mikla breidd í félaginu. „Fólk er í skúlptúr, textíl, hönnun og öllu mögulegu, meira að segja er saumað í steina. Það er ekkert sem stoppar okkur,“ segir hún. Listamennirnir og verk þeirra: Anna Gunnarsdóttir: Kraftur hringanna. Bjargey Ingólfsdóttir: Að hafa til hnífs og skeiðar. Gerður Guðmundsdóttir: Bláhverflar. Guðrún Hadda Bjarnadóttir: Línakur. Hrafnhildur Sigurðardóttir: Í mark. Jóna Imsland: Til þerris í nokkrar aldir I. Rósa Júlíusdóttir: Endurunnið verk. Steinunn B. Helgadóttir: Motta úr hrosshári.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira