Alltaf unun að hlýða á upprunaleg hljóðfæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 15:00 "Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum,“ segir Benedikt sem er líka að syngja hlutverk guðspjallamannsins í Berlín um þessar mundir, en þar með ballettdönsurum. Fréttablaðið/GVA „Mér líst stórvel á þetta. Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum sem spila á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er unun að hlýða á,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í Grafarvogskirkju á laugardaginn klukkan 17. Þar á hann við félaga úr Bach-sveitinni í Skálholti sem sérhæfa sig í að leika á hljóðfæri barokktímans. Benedikt hefur verið búsettur í Berlín í sex ár og hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi. Hann tafðist á leiðinni hingað til lands vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli og lenti klukkan kortér yfir tvö í fyrrinótt. Var samt mættur í Grafarvogskirkju á æfingu eldsnemma í gærmorgun. Auk Benedikts syngja einsöng í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst Ólafsson bassi, sem syngur hlutverk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt og Þóra Björnsdóttir sópran. Þær eru félagar í Kammerkór Grafarvogskirkju sem tólf atvinnusöngvarar skipa og verður í stóru hlutverki. Safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir félagar úr öðrum kórum verða með í sálmahluta verksins og tónleikagestum gefst kostur á að taka þátt. Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu saman. Til að heiðra 400 ára minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður sköpuð lágvær passíustemning í upphafi tónleikanna með því að syngja nokkra af sálmum Hallgríms einradda. Benedikt kveðst koma hingað heim af og til að sinna misstórum verkefnum og hitta fjölskylduna. Í þetta sinn hefur hann hratt á hæli því hann er í krefjandi verkefnum í Berlín í næstu viku. „Ég er einmitt líka að syngja hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns með ballettdönsurum í dómkirkjunni í Berlín og þarf að vera kominn þangað á mánudag,“ lýsir hann. „Svo er ég að syngja Mattheusarpassíuna í Berlínar-Fílharmóníunni á föstudaginn langa.“ Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mér líst stórvel á þetta. Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum sem spila á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er unun að hlýða á,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í Grafarvogskirkju á laugardaginn klukkan 17. Þar á hann við félaga úr Bach-sveitinni í Skálholti sem sérhæfa sig í að leika á hljóðfæri barokktímans. Benedikt hefur verið búsettur í Berlín í sex ár og hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi. Hann tafðist á leiðinni hingað til lands vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli og lenti klukkan kortér yfir tvö í fyrrinótt. Var samt mættur í Grafarvogskirkju á æfingu eldsnemma í gærmorgun. Auk Benedikts syngja einsöng í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst Ólafsson bassi, sem syngur hlutverk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt og Þóra Björnsdóttir sópran. Þær eru félagar í Kammerkór Grafarvogskirkju sem tólf atvinnusöngvarar skipa og verður í stóru hlutverki. Safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir félagar úr öðrum kórum verða með í sálmahluta verksins og tónleikagestum gefst kostur á að taka þátt. Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu saman. Til að heiðra 400 ára minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður sköpuð lágvær passíustemning í upphafi tónleikanna með því að syngja nokkra af sálmum Hallgríms einradda. Benedikt kveðst koma hingað heim af og til að sinna misstórum verkefnum og hitta fjölskylduna. Í þetta sinn hefur hann hratt á hæli því hann er í krefjandi verkefnum í Berlín í næstu viku. „Ég er einmitt líka að syngja hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns með ballettdönsurum í dómkirkjunni í Berlín og þarf að vera kominn þangað á mánudag,“ lýsir hann. „Svo er ég að syngja Mattheusarpassíuna í Berlínar-Fílharmóníunni á föstudaginn langa.“
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira