Íslenskir karlar voru klæddir eins og Mozart Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2014 10:00 Ísland var vissulega landfræðilega einangrað á 18. öld en var samt hluti af Evrópu og evrópsk áhrif bárust fljótlega til Íslands,“ segir Anna. Fréttablaðið/GVA „Ég ætla að ræða um samband Íslands og Evrópu á seinni hluta 18. aldar. Hvaða samskipti áttu sér stað og hvaða áhrif bárust frá Evrópu til Íslands,“ segir Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ, um erindi sem hún heldur á málþingi Félags um 18. aldar fræði í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Tilefnið er að 20 ár eru liðin frá því félagið var stofnað. „Ísland var vissulega landfræðilega einangrað á 18. öld en evrópsk áhrif bárust þó til Íslands,“ segir Anna og nefnir sem dæmi að Almenna bænaskráin frá 1795 sé greinilega skrifuð undir áhrifum frá orðræðu frönsku byltingarinnar. „Íslendingar sendu Danakonungi þessa bænaskrá, krafan var að fá frjálsa verslun við Evrópu en hann var nú ekki aldeilis á því og húðskammaði helstu embættismenn þjóðarinnar.“ Anna nefnir líka erlenda vísindaleiðangra sem hér voru á ferð, tvo franska og einn breskan. Einnig danska vísindamenn sem ekki létu sér nægja að skoða landið heldur skrifuðu líka um það. „Margar ferðalýsingar á vísindalegum grunni komu út og þær voru þýddar á ensku, frönsku, þýsku og hollensku,“ útskýrir hún. Klæðnaður Íslendinga í lok 18. aldar er eitt af því sem Anna minnist á. „Á myndum sjást íslenskir karlar klæddir eins og Mozart enda ferðuðust þeir utan en mér sýnist þeir ekki hafa keypt nýjustu tísku á konurnar sínar!“ Auk Önnu flytur Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á Árnastofnun, erindi á málþinginu og talar um söngfróð sálmaskáld. Loks munu Spilmenn Ríkínís flytja íslenska tónlist frá 17. og 18. öld og boðið verður upp á léttar veigar og aðrar veitingar. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ætla að ræða um samband Íslands og Evrópu á seinni hluta 18. aldar. Hvaða samskipti áttu sér stað og hvaða áhrif bárust frá Evrópu til Íslands,“ segir Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ, um erindi sem hún heldur á málþingi Félags um 18. aldar fræði í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Tilefnið er að 20 ár eru liðin frá því félagið var stofnað. „Ísland var vissulega landfræðilega einangrað á 18. öld en evrópsk áhrif bárust þó til Íslands,“ segir Anna og nefnir sem dæmi að Almenna bænaskráin frá 1795 sé greinilega skrifuð undir áhrifum frá orðræðu frönsku byltingarinnar. „Íslendingar sendu Danakonungi þessa bænaskrá, krafan var að fá frjálsa verslun við Evrópu en hann var nú ekki aldeilis á því og húðskammaði helstu embættismenn þjóðarinnar.“ Anna nefnir líka erlenda vísindaleiðangra sem hér voru á ferð, tvo franska og einn breskan. Einnig danska vísindamenn sem ekki létu sér nægja að skoða landið heldur skrifuðu líka um það. „Margar ferðalýsingar á vísindalegum grunni komu út og þær voru þýddar á ensku, frönsku, þýsku og hollensku,“ útskýrir hún. Klæðnaður Íslendinga í lok 18. aldar er eitt af því sem Anna minnist á. „Á myndum sjást íslenskir karlar klæddir eins og Mozart enda ferðuðust þeir utan en mér sýnist þeir ekki hafa keypt nýjustu tísku á konurnar sínar!“ Auk Önnu flytur Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á Árnastofnun, erindi á málþinginu og talar um söngfróð sálmaskáld. Loks munu Spilmenn Ríkínís flytja íslenska tónlist frá 17. og 18. öld og boðið verður upp á léttar veigar og aðrar veitingar.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira