Nýjar norrænar verðlaunamyndir sýndar fjórum sinnum á dag Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. apríl 2014 14:30 Aðalleikona myndarinnar Monicu Z er hin íslenskættaða Edda Magnason. Mynd: NordicPhotos/Getty „Þetta er annað árið sem Norræna húsið ásamt norrænu sendiráðunum býður til sannkallaðrar kvikmyndaveislu,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, sem hefur veg og vanda af undirbúningi Norrænu kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í kvöld. Dagskráin einkennist af nýjum og nýlegum verðlaunamyndum frá öllum Norðurlöndum og ber þar hæst sænsku kvikmyndina Monica Z sem verður opnunarmynd hátíðarinnar. Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason þar stórt hlutverk, þau hlutu á dögunum sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Hátíðin stendur til 15. apríl og verða frá einni og upp í fjórar sýningar á dag, bæði fyrir börn og fullorðna. „Það verður mjög gott úrval af fjölskyldumyndum,“ segir Þuríður. „Og það er nýlunda hjá okkur. Fyrir utan Monicu Z ber kannski hæst myndina Jeg er din frá Noregi, sem hefur hlotið mjög mikið lof, en þetta eru allt mjög góðar myndir.“ Fjölskyldumyndirnar eru sýndar daglega, annaðhvort klukkan 14 eða 16, og almennar sýningar eru klukkan 16, 18 og 20 flesta dagana en nánar má kynna sér sýningartíma hverrar myndar á heimasíðu Norræna hússins, norraenahusid.is. Frítt er inn á allar sýningar og eru myndir sýndar með enskum texta. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er annað árið sem Norræna húsið ásamt norrænu sendiráðunum býður til sannkallaðrar kvikmyndaveislu,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, sem hefur veg og vanda af undirbúningi Norrænu kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í kvöld. Dagskráin einkennist af nýjum og nýlegum verðlaunamyndum frá öllum Norðurlöndum og ber þar hæst sænsku kvikmyndina Monica Z sem verður opnunarmynd hátíðarinnar. Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason þar stórt hlutverk, þau hlutu á dögunum sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Hátíðin stendur til 15. apríl og verða frá einni og upp í fjórar sýningar á dag, bæði fyrir börn og fullorðna. „Það verður mjög gott úrval af fjölskyldumyndum,“ segir Þuríður. „Og það er nýlunda hjá okkur. Fyrir utan Monicu Z ber kannski hæst myndina Jeg er din frá Noregi, sem hefur hlotið mjög mikið lof, en þetta eru allt mjög góðar myndir.“ Fjölskyldumyndirnar eru sýndar daglega, annaðhvort klukkan 14 eða 16, og almennar sýningar eru klukkan 16, 18 og 20 flesta dagana en nánar má kynna sér sýningartíma hverrar myndar á heimasíðu Norræna hússins, norraenahusid.is. Frítt er inn á allar sýningar og eru myndir sýndar með enskum texta.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira