Syngur og safnar fé til rannsókna á ættarsjúkdómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 13:30 Dagbjört Andrésdóttir sópran. Fréttablaðið/GVA „Ég verð í Laugarneskirkju, mér finnst svo góður hljómur í henni,“ segir Dagbjört Andrésdóttir sópran sem heldur klassíska tónleika annað kvöld klukkan 20 í tilefni þess að hún er að kveðja Söngskóla Domus Vox. Efnisskráin samanstendur af trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og aríum úr óperum. „Þetta eru Bach, Mozart og þessir gömlu snillingar,“ segir hún brosandi og tekur fram að Antonía Hevesi spili undir á píanó. „Ég er vikulega í tímum hjá Antoníu, hún er algerlega dásamleg manneskja.“ Dagbjört tileinkar tónleikana föður sínum, Andrési Svavarssyni, sem lést síðasta haust úr arfgengri heilablæðingu og í leiðinni gengst hún fyrir söfnun á fé til rannsókna á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt göfugt verkefni segir hún eftir andartaks þögn: „Ég mundi ekki segja göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er nauðsynlegt.“ Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur og fjármagn skortir til rannsókna á honum, að sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að hún hafi af því áhyggjur. Eftir að faðir hennar fékk fyrstu blæðingu árið 2007 fylgdist hún með minnkandi kröftum hans, andlegum og líkamlegum, uns yfir lauk. Föðursystir hennar og föðuramma létust báðar úr sjúkdómnum. Föðurbróðir hennar er lamaður öðrum megin og orðinn óskýr í tali og um síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára gamall, frá konu og þremur ungum börnum. „Hann hné niður og kom aldrei til meðvitundar en var búinn að fá nokkrar aðkenningar áður,“ segir Dagbjört og kveðst eiga annan frænda, 25 ára, með skerta getu vegna sjúkdómsins. Búið er að finna genið sem veldur arfgengri heilablæðingu og Dagbjört vonar að auknar rannsóknir leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf veit hún ekki hvort hún ber genið. „Meðan ekkert er hægt að gera vil ég ekki vita hvort ég lifi skemur en aðrir,“ segir hún alvarleg. Hún er tuttugu og tveggja ára og byrjaði að syngja ellefu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur. Tvívegis söng hún einsöng með kórnum úti á Ítalíu og oft á skólatónleikum hér heima þar sem fleiri komu fram. „Ég er búin að fylgja Möggu sleitulaust í ellefu ár og held því áfram þó ég hætti í skólanum því ég er í kvennakórnum Vox Feminae,“ segir Dagbjört sem er ákveðin í að halda áfram söngnámi. Dagbjört glímir við fötlun sem áfall í fæðingu orsakaði og gerir það að verkum að sumar taugar hennar eru skemmdar, þar á meðal sjóntaug. Það hefur hamlað henni í námi, að eigin sögn, einkum varðandi tónfræðina. „Ég á erfitt með að vinna úr því sem ég sé. Til dæmis sé ég línurnar fimm á nótnastrengnum sem eina stóra, breiða línu,“ segir hún einlæg. Hvernig fer hún þá að því að læra söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga og hef líka fengið frábæran stuðning hjá hinum yndislegu konum í Söngskóla Domus Vox. Hjá þeim fær hver og einn að njóta sín eins og hann er. Það koma alveg tímar sem ég er rosa fúl yfir þessu sem mig vantar en svo hristi ég það af mér og held áfram.“ Menning Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
„Ég verð í Laugarneskirkju, mér finnst svo góður hljómur í henni,“ segir Dagbjört Andrésdóttir sópran sem heldur klassíska tónleika annað kvöld klukkan 20 í tilefni þess að hún er að kveðja Söngskóla Domus Vox. Efnisskráin samanstendur af trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og aríum úr óperum. „Þetta eru Bach, Mozart og þessir gömlu snillingar,“ segir hún brosandi og tekur fram að Antonía Hevesi spili undir á píanó. „Ég er vikulega í tímum hjá Antoníu, hún er algerlega dásamleg manneskja.“ Dagbjört tileinkar tónleikana föður sínum, Andrési Svavarssyni, sem lést síðasta haust úr arfgengri heilablæðingu og í leiðinni gengst hún fyrir söfnun á fé til rannsókna á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt göfugt verkefni segir hún eftir andartaks þögn: „Ég mundi ekki segja göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er nauðsynlegt.“ Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur og fjármagn skortir til rannsókna á honum, að sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að hún hafi af því áhyggjur. Eftir að faðir hennar fékk fyrstu blæðingu árið 2007 fylgdist hún með minnkandi kröftum hans, andlegum og líkamlegum, uns yfir lauk. Föðursystir hennar og föðuramma létust báðar úr sjúkdómnum. Föðurbróðir hennar er lamaður öðrum megin og orðinn óskýr í tali og um síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára gamall, frá konu og þremur ungum börnum. „Hann hné niður og kom aldrei til meðvitundar en var búinn að fá nokkrar aðkenningar áður,“ segir Dagbjört og kveðst eiga annan frænda, 25 ára, með skerta getu vegna sjúkdómsins. Búið er að finna genið sem veldur arfgengri heilablæðingu og Dagbjört vonar að auknar rannsóknir leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf veit hún ekki hvort hún ber genið. „Meðan ekkert er hægt að gera vil ég ekki vita hvort ég lifi skemur en aðrir,“ segir hún alvarleg. Hún er tuttugu og tveggja ára og byrjaði að syngja ellefu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur. Tvívegis söng hún einsöng með kórnum úti á Ítalíu og oft á skólatónleikum hér heima þar sem fleiri komu fram. „Ég er búin að fylgja Möggu sleitulaust í ellefu ár og held því áfram þó ég hætti í skólanum því ég er í kvennakórnum Vox Feminae,“ segir Dagbjört sem er ákveðin í að halda áfram söngnámi. Dagbjört glímir við fötlun sem áfall í fæðingu orsakaði og gerir það að verkum að sumar taugar hennar eru skemmdar, þar á meðal sjóntaug. Það hefur hamlað henni í námi, að eigin sögn, einkum varðandi tónfræðina. „Ég á erfitt með að vinna úr því sem ég sé. Til dæmis sé ég línurnar fimm á nótnastrengnum sem eina stóra, breiða línu,“ segir hún einlæg. Hvernig fer hún þá að því að læra söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga og hef líka fengið frábæran stuðning hjá hinum yndislegu konum í Söngskóla Domus Vox. Hjá þeim fær hver og einn að njóta sín eins og hann er. Það koma alveg tímar sem ég er rosa fúl yfir þessu sem mig vantar en svo hristi ég það af mér og held áfram.“
Menning Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira