Þungarokkstónleikar með leikrænu ívafi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. apríl 2014 11:00 "Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim.” Mynd/Lárus Sigurðarson "Hljómsveitin Skálmöld spilar plötuna Baldur á sviðinu og svo koma þrír trúðar og hjálpa henni að flytja söguna af Baldri. Þeir koma inn á milli laga, segja frá því sem er um að vera, leika atburðarásina og karakterana í verkinu og segja frá örlögum Baldurs í gegnum allt verkið,“ útskýrir Halldór Gylfason leikstjóri þolinmóður þegar hann fær þá spurningu, örugglega í hundraðasta skipti, hvað hann sé að vilja með trúða í þungarokkssýningu. „Þetta er hart og flott og groddalegt rokk og svo koma einlæg, opin barnsleg hjörtu inn á milli. Mjólka dramað, fara inn í harminn og gleðina af fullri alvöru. Það er engum hlátur í huga enda fjallar sagan um dauða og harm og trúðar eru einna bestir í því að túlka harm.“ Spurður hvernig gengið hafi að púsla þessum andstæðum saman segir Halldór það hafa gengið ótrúlega vel. „Þessir strákar í Skálmöld eru svo næs. Miklir fagmenn, góðir í samstarfi og til í allt. Opnir fyrir öllum pælingum. Auðvitað höfðu þeir áhyggjur af því að við ætluðum að fara að vera með fíflalæti og rugl. Eitthvert grín og sprell með trúðslátum. En það er alls ekki pælingin. Við berum mjög djúpa virðingu fyrir verkinu og fyrst og síðast er þetta svo sannarlega ekkert grín.“ Halldór segist hikstalaust flokka sýninguna sem tónleika en ekki leiksýningu. „Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim. Við skulum segja að þetta séu tónleikar með leikrænu ívafi.“ Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Hljómsveitin Skálmöld spilar plötuna Baldur á sviðinu og svo koma þrír trúðar og hjálpa henni að flytja söguna af Baldri. Þeir koma inn á milli laga, segja frá því sem er um að vera, leika atburðarásina og karakterana í verkinu og segja frá örlögum Baldurs í gegnum allt verkið,“ útskýrir Halldór Gylfason leikstjóri þolinmóður þegar hann fær þá spurningu, örugglega í hundraðasta skipti, hvað hann sé að vilja með trúða í þungarokkssýningu. „Þetta er hart og flott og groddalegt rokk og svo koma einlæg, opin barnsleg hjörtu inn á milli. Mjólka dramað, fara inn í harminn og gleðina af fullri alvöru. Það er engum hlátur í huga enda fjallar sagan um dauða og harm og trúðar eru einna bestir í því að túlka harm.“ Spurður hvernig gengið hafi að púsla þessum andstæðum saman segir Halldór það hafa gengið ótrúlega vel. „Þessir strákar í Skálmöld eru svo næs. Miklir fagmenn, góðir í samstarfi og til í allt. Opnir fyrir öllum pælingum. Auðvitað höfðu þeir áhyggjur af því að við ætluðum að fara að vera með fíflalæti og rugl. Eitthvert grín og sprell með trúðslátum. En það er alls ekki pælingin. Við berum mjög djúpa virðingu fyrir verkinu og fyrst og síðast er þetta svo sannarlega ekkert grín.“ Halldór segist hikstalaust flokka sýninguna sem tónleika en ekki leiksýningu. „Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim. Við skulum segja að þetta séu tónleikar með leikrænu ívafi.“
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira