Ný húsgagnalína frá Volka Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. mars 2014 11:00 Olga Hrafnsdóttir og Elísabet Jónsdóttir kynna nýjustu vörur sínar á HönnunarMars. mynd/daníel Hönnunartvíeykið Volki kynnir nýja húsgagnalínu á HönnunarMars, inni- og útihúsgögn sem unnin eru út frá íslenskum vitum. "Við tókum ljósmyndir af vitum um allt land og heilluðumst alveg upp úr skónum. Úr urðu húsgögn sem við hönnuðum út frá formum vitanna,“ útskýrir Olga Hrafnsdóttir sem ásamt Elísabetu Jónsdóttur skipar hönnunardúettinn Volka. Volki hefur meðal annars vakið athygli fyrir litríka prjónahönnun úr ull, svo sem teppi, trefla og púða og einnig kolla sem klæddir eru grófu hekli úr ull. Volki frumsýnir nú nýja húsgagnalínu á HönnunarMars sem kallast Viti. Línan innheldur inni- og útihúsgögn sem unnin eru úr stáli og viði, ljós í tveimur stærðum og kolla.Viti Glæný húsgagnalína Volka er hönnuð út frá formum íslenskra vita. Línan verður kynnt á HönnunarMars í Mengi, Óðinsgötu 2.„Okkur fannst vanta einföld, litrík húsgögn sem hægt væri að nota bæði úti og inni,“ segir Olga. „Annað ljósið er einnig borð sem hægt er að kippa með sér út og kollunum er hægt að stafla upp. Þeir eru með trésessum og sessum úr íslenskri ull. Við létum pólýhúða stálið í líflegum litum og gerðum meira að segja tilraunir með efni sem notað er á pallinn á pallbílum. Okkur langaði í mjúka áferð á húsgögnin og þeir hjá Bílahöllinni gerðu fyrir okkur prufur með þetta efni. Það þolir nánast allt. Þetta efni er meira að segja notað á gólf í hesthúsum,“ segir Olga. „Þeir áttu æðislega fallegan grænan lit sem við notuðum á kollana. Nú bíðum við bara eftir sumrinu.“ Þær Olga og Elísabet kynna nýju línuna í Mengi á Óðinsgötu 2 og verður opnun á miðvikudaginn 26. mars milli klukkan 17 og 20. „Mengi er skemmtileg verslun með bókverk, myndlist og hönnun og alltaf á fimmtudögum, föstudögum og laugarögum eru uppákomur, ýmist tónleikar leiksýningar eða gjörningar. Við erum núna með vinnustofu í Mengi og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar og tónlist á opnuninni. Við hlökkum mikið til, það er alltaf svo frábær stemning á HönnunarMars." HönnunarMars Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Hönnunartvíeykið Volki kynnir nýja húsgagnalínu á HönnunarMars, inni- og útihúsgögn sem unnin eru út frá íslenskum vitum. "Við tókum ljósmyndir af vitum um allt land og heilluðumst alveg upp úr skónum. Úr urðu húsgögn sem við hönnuðum út frá formum vitanna,“ útskýrir Olga Hrafnsdóttir sem ásamt Elísabetu Jónsdóttur skipar hönnunardúettinn Volka. Volki hefur meðal annars vakið athygli fyrir litríka prjónahönnun úr ull, svo sem teppi, trefla og púða og einnig kolla sem klæddir eru grófu hekli úr ull. Volki frumsýnir nú nýja húsgagnalínu á HönnunarMars sem kallast Viti. Línan innheldur inni- og útihúsgögn sem unnin eru úr stáli og viði, ljós í tveimur stærðum og kolla.Viti Glæný húsgagnalína Volka er hönnuð út frá formum íslenskra vita. Línan verður kynnt á HönnunarMars í Mengi, Óðinsgötu 2.„Okkur fannst vanta einföld, litrík húsgögn sem hægt væri að nota bæði úti og inni,“ segir Olga. „Annað ljósið er einnig borð sem hægt er að kippa með sér út og kollunum er hægt að stafla upp. Þeir eru með trésessum og sessum úr íslenskri ull. Við létum pólýhúða stálið í líflegum litum og gerðum meira að segja tilraunir með efni sem notað er á pallinn á pallbílum. Okkur langaði í mjúka áferð á húsgögnin og þeir hjá Bílahöllinni gerðu fyrir okkur prufur með þetta efni. Það þolir nánast allt. Þetta efni er meira að segja notað á gólf í hesthúsum,“ segir Olga. „Þeir áttu æðislega fallegan grænan lit sem við notuðum á kollana. Nú bíðum við bara eftir sumrinu.“ Þær Olga og Elísabet kynna nýju línuna í Mengi á Óðinsgötu 2 og verður opnun á miðvikudaginn 26. mars milli klukkan 17 og 20. „Mengi er skemmtileg verslun með bókverk, myndlist og hönnun og alltaf á fimmtudögum, föstudögum og laugarögum eru uppákomur, ýmist tónleikar leiksýningar eða gjörningar. Við erum núna með vinnustofu í Mengi og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar og tónlist á opnuninni. Við hlökkum mikið til, það er alltaf svo frábær stemning á HönnunarMars."
HönnunarMars Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira