Hannar úr rekavið og lerki Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. mars 2014 13:00 Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir nýja lampa úr rekavið og lerki í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við loftljósið Tind sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Sýningin í Epal verður opnuð á miðvikdaginn klukkan 17. mynd/gva Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Ég hef farið norður í Trékyllisvík eftir rekavið. Svo þurrka ég hann sjálf, á pallinum við sumarbústaðinn. Þetta er „slow design“, en það tekur eitt ár að þurrka rekaviðinn,“ útskýrir Dóra Hansen innanhússarkitekt en hún sýnir nýja borðlampa úr íslensku lerki og rekavið í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við Tinda, loftlampa sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Síðar er von á gólf- og vegglömpum úr sama hráefni, sem Dóra segir fjársjóðskistu fyrir hönnuði.Dóra Hansen segir rekaviðinn í fjörunum spennandi efnivið. Íslenska lerkið sé einnig fjársjóður fyrir hönnuði að vinna úr.mynD/dóra hansen„Ég fór að vinna úr rekavið eftir hrun. Svo fer nýi lerkiskógurinn að heilla mig. Það fer mikið af grisjunarviðnum í Hallormsstaðaskógi í brennslu og mér finnst að við hönnuðir ættum að auka verðmæti þessa hráefnis og nýta það. Það mætti markaðssetja íslenskan við sérstaklega,“ segir Dóra. „Ég lærði að þurrka viðinn af skógræktinni í Hallormsstað en þar er ekki bara verið að rækta heldur líka að vinna viðinn.“Ronja og jakob. Lamparnir fengu nöfn barnabarnanna.Lamparnir sem Dóra sýnir í Epal eru í tveimur stærðum og heita Ronja og Jakob eftir barnabörnunum hennar. Viðarskermarnir standa á stálfótum og lýsa led-perur upp í skerminn svo ljósið endurkastast niður og tekur í sig litinn af viðnum. Fóturinn er unninn hjá Ísa stáli og verður fáanlegur í fimm litum, svörtum, dökkgráum, hvítum brúnum og bláum. Skermurinn er smíðaður hjá Við og við. Dóra segir ákveðna vakningu vera meðal hönnuða um notkun íslenska viðarins en betur megi gera. „Listaháskólinn hefur verið með mjög spennandi verkefni úr íslenskum við en enn sem komið er eru ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum við. Þetta er framtíðarfjársjóður hönnuða að finna út úr.“ Alls sýna 30 hönnuðir verk sín í Epal á HönnunarMars. Opnun verður milli klukkan 17 og 19, miðvikudaginn 26. mars. HönnunarMars Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Ég hef farið norður í Trékyllisvík eftir rekavið. Svo þurrka ég hann sjálf, á pallinum við sumarbústaðinn. Þetta er „slow design“, en það tekur eitt ár að þurrka rekaviðinn,“ útskýrir Dóra Hansen innanhússarkitekt en hún sýnir nýja borðlampa úr íslensku lerki og rekavið í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við Tinda, loftlampa sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Síðar er von á gólf- og vegglömpum úr sama hráefni, sem Dóra segir fjársjóðskistu fyrir hönnuði.Dóra Hansen segir rekaviðinn í fjörunum spennandi efnivið. Íslenska lerkið sé einnig fjársjóður fyrir hönnuði að vinna úr.mynD/dóra hansen„Ég fór að vinna úr rekavið eftir hrun. Svo fer nýi lerkiskógurinn að heilla mig. Það fer mikið af grisjunarviðnum í Hallormsstaðaskógi í brennslu og mér finnst að við hönnuðir ættum að auka verðmæti þessa hráefnis og nýta það. Það mætti markaðssetja íslenskan við sérstaklega,“ segir Dóra. „Ég lærði að þurrka viðinn af skógræktinni í Hallormsstað en þar er ekki bara verið að rækta heldur líka að vinna viðinn.“Ronja og jakob. Lamparnir fengu nöfn barnabarnanna.Lamparnir sem Dóra sýnir í Epal eru í tveimur stærðum og heita Ronja og Jakob eftir barnabörnunum hennar. Viðarskermarnir standa á stálfótum og lýsa led-perur upp í skerminn svo ljósið endurkastast niður og tekur í sig litinn af viðnum. Fóturinn er unninn hjá Ísa stáli og verður fáanlegur í fimm litum, svörtum, dökkgráum, hvítum brúnum og bláum. Skermurinn er smíðaður hjá Við og við. Dóra segir ákveðna vakningu vera meðal hönnuða um notkun íslenska viðarins en betur megi gera. „Listaháskólinn hefur verið með mjög spennandi verkefni úr íslenskum við en enn sem komið er eru ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum við. Þetta er framtíðarfjársjóður hönnuða að finna út úr.“ Alls sýna 30 hönnuðir verk sín í Epal á HönnunarMars. Opnun verður milli klukkan 17 og 19, miðvikudaginn 26. mars.
HönnunarMars Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira