Sigur Rós með stjörnunum úr Game of Thrones Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 11:00 Sigur Rósar-menn voru smart meðal stjarnanna í New York. Vísir/Getty Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós. Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós.
Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08
Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00
Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00