Gamlinginn olli miklum kvíða Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 14:30 Tekjur af Gamlingjanum nema nú þegar 22 milljónum dollara, um 2,6 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm „Bókin var vinsæl og við vorum með gott handrit. En myndin var óheyrilega dýr á sænskan mælikvarða. Við þurftum að fá fimm hundruð þúsund manns á myndina til að koma út á núlli. Venjulega eru ekki nema sjö til átta myndir í heild sem fara yfir það á hverju ári í Svíþjóð og í mesta lagi ein til tvær sænskar. Þannig að við vorum frekar kvíðin með hvernig myndinni gengi,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er einn af aðalframleiðendum sænsku myndarinnar Gamlinginn, sem heitir á frummálinu Hundraåringen som klev ut genom fönstret… Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma. „Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina. Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp. „Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“Aðsóknarmestu myndir Svía:1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.5892.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.7253.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.7914.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.7765.Utvandrarna (1971) – 1.585.0426.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.4057.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.9588. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.3479. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.61910. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Bókin var vinsæl og við vorum með gott handrit. En myndin var óheyrilega dýr á sænskan mælikvarða. Við þurftum að fá fimm hundruð þúsund manns á myndina til að koma út á núlli. Venjulega eru ekki nema sjö til átta myndir í heild sem fara yfir það á hverju ári í Svíþjóð og í mesta lagi ein til tvær sænskar. Þannig að við vorum frekar kvíðin með hvernig myndinni gengi,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er einn af aðalframleiðendum sænsku myndarinnar Gamlinginn, sem heitir á frummálinu Hundraåringen som klev ut genom fönstret… Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma. „Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina. Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp. „Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“Aðsóknarmestu myndir Svía:1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.5892.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.7253.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.7914.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.7765.Utvandrarna (1971) – 1.585.0426.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.4057.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.9588. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.3479. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.61910. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög