Utan vallar: Áskorun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2014 06:00 Pavel Ermolinskij, leikmaður KR. Vísir/Pjetur Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira