Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:30 "Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi,“ segir Ragnar Kjartansson. Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17. Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámundason ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var hún sem valdi verkin á sýninguna. „Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið. Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á nýjan hátt.“ Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistarnámi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmanaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“ Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17. Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámundason ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var hún sem valdi verkin á sýninguna. „Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið. Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á nýjan hátt.“ Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistarnámi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmanaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira