Fórum á æfingu hjá Fóstbræðrum 20. mars 2014 09:30 Graduale Nobili "Það er átak að byrja að syngja eins og fimmtíu manna karlakór eftir að hafa sungið eins og smástelpur í áratugi,“ segir Eygló Höskuldsdóttir, ein úr hópnum. Mynd/Guðrún Matthildur „Við tökum öll þessi helstu karlakórslög, Hrausta menn, Brennið þið vitar, Ísland, Ísland, eg vil syngja og Fóstbræðralag,“ segir Eygló Höskuldsdóttir Viborg, ein stúlknanna í Graduale Nobili, um tónleika kórsins í Langholtskirkju næsta sunnudag klukkan 20. Hún segir það rótgróið í þjóðina að fyrrnefnd lög skuli einungis sungin af karlmönnum og viðurkennir líka að það sé krefjandi fyrir dömukór að takast á við þau. „Það þurfti að „kalla“ aðeins upp í okkur röddina, enda átak að byrja að syngja eins og fimmtíu manna karlakór eftir að hafa sungið eins og smástelpur í áratugi. En við hituðum okkur upp með því að fara á æfingar hjá Fóstbræðrum og Karlakór Reykjavíkur og taka lagið með þeim. Þeir stríddu okkur svolítið fyrst en svo held ég að við höfum fengið grænt ljós hjá þeim þegar við vorum búnar að syngja nokkur lög.“ Hvernig skyldi hugmyndin að tónleikunum hafa orðið til? „Þegar við vorum í barna-og unglingakórunum hér í Langholtskirkju lærðum við bók með íslenskum lögum utan að. Ef við vorum að bíða eftir strætó á erlendri grundu sungum við Þú álfu vorrar yngsta land og fleiri karlakórslög – sem barnakór. Þetta er því búið að búa með okkur lengi,“ lýsir Eygló og heldur áfram. „Eitt sinn vantaði okkur aukalag á tónleikum og þá datt Jóni Stefánssyni, stjórnanda okkar, í hug að láta okkur syngja Brennið þið vitar. Síðan er reyndar búin að vera svolítil barátta að fá hann til að æfa með okkur fleiri karlakórslög en það endaði með að lukkast svo nú eru heilir tónleikar með þeim. Það er líka gaman að tengja þá Mottumars sem við styðjum fullkomlega og höfum stofnað styrktarsíðu til að taka þetta alla leið.“ Almennt miðaverð á tónleikana á sunnudag er 2000 krónur en meðlimir Listafélags Langholtskirkju auk allra félaga í karlakórum nær og fjær, að ógleymdu fátæku námsfólki fá aðgögumiða á 1.500. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við tökum öll þessi helstu karlakórslög, Hrausta menn, Brennið þið vitar, Ísland, Ísland, eg vil syngja og Fóstbræðralag,“ segir Eygló Höskuldsdóttir Viborg, ein stúlknanna í Graduale Nobili, um tónleika kórsins í Langholtskirkju næsta sunnudag klukkan 20. Hún segir það rótgróið í þjóðina að fyrrnefnd lög skuli einungis sungin af karlmönnum og viðurkennir líka að það sé krefjandi fyrir dömukór að takast á við þau. „Það þurfti að „kalla“ aðeins upp í okkur röddina, enda átak að byrja að syngja eins og fimmtíu manna karlakór eftir að hafa sungið eins og smástelpur í áratugi. En við hituðum okkur upp með því að fara á æfingar hjá Fóstbræðrum og Karlakór Reykjavíkur og taka lagið með þeim. Þeir stríddu okkur svolítið fyrst en svo held ég að við höfum fengið grænt ljós hjá þeim þegar við vorum búnar að syngja nokkur lög.“ Hvernig skyldi hugmyndin að tónleikunum hafa orðið til? „Þegar við vorum í barna-og unglingakórunum hér í Langholtskirkju lærðum við bók með íslenskum lögum utan að. Ef við vorum að bíða eftir strætó á erlendri grundu sungum við Þú álfu vorrar yngsta land og fleiri karlakórslög – sem barnakór. Þetta er því búið að búa með okkur lengi,“ lýsir Eygló og heldur áfram. „Eitt sinn vantaði okkur aukalag á tónleikum og þá datt Jóni Stefánssyni, stjórnanda okkar, í hug að láta okkur syngja Brennið þið vitar. Síðan er reyndar búin að vera svolítil barátta að fá hann til að æfa með okkur fleiri karlakórslög en það endaði með að lukkast svo nú eru heilir tónleikar með þeim. Það er líka gaman að tengja þá Mottumars sem við styðjum fullkomlega og höfum stofnað styrktarsíðu til að taka þetta alla leið.“ Almennt miðaverð á tónleikana á sunnudag er 2000 krónur en meðlimir Listafélags Langholtskirkju auk allra félaga í karlakórum nær og fjær, að ógleymdu fátæku námsfólki fá aðgögumiða á 1.500.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp