Sveitalubbar í New York Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. mars 2014 11:00 Leikstjórinn Eyþór Jóvinsson er að vonum stoltur af framgangi kvikmyndarinnar Skers. Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs. Menning Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs.
Menning Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira