Farþegaflugvélin breytti um stefnu Freyr Bjarnason skrifar 12. mars 2014 07:00 Starfsmenn Interpol á blaðamannafundi í gær þar sem myndin af Írönunum var birt. Mynd/AP Malasíski herinn segist hafa undir höndum sönnungargögn frá ratsjá sem sýnir að hin týnda Boeing 777-farþegaþotan hafi breytt um stefnu. Hún náði alla leið til Malaccasunds, hundruð kílómetra frá því svæði þar sem vitað var um síðustu ferðir hennar. Rodzali Daud, yfirmaður malasíska flughersins, sagði að ratsjá á herstöð hafi komið auga á flugvélina skammt frá eyjunni Lulau Perak, sem er norðanmegin á sundinu. Annar háttsettur yfirmaður í hernum staðfesti fregnina og bætti við að allt benti til þess að vélin hefði verið í lágflugi. Interpol sendi í gær frá sér mynd af tveimur Írönum sem ferðuðust með stolin vegabréf um borð í flugvélinni, sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardaginn. Þeir heita Pouri Nourmohammadi, nítján ára, og Delavar Seyedmohammaderza, 29 ára. Talið er að nítján ára pilturinn hafi ætlað að sækja um hæli í Þýskalandi. Noble segir að miðað við þessar upplýsingar hafi dregið úr líkunum á því að flugvélin hafi horfið vegna hryðjuverka. Ekkert brak úr flugvélinni hefur fundist. Malasísk yfirvöld höfðu stækkað leitarsvæði sitt í von um að finna vélina en munu nú einbeita sér að Malaccasundi. Að sögn flugfélagsins Malaysia Airlines sendu flugmennirnir ekki út neyðarkall, sem gefur í skyn að eitthvað hafi gerst í skyndi án þess að þeir hafi getað látið vita í tæka tíð. Á meðal þess sem talið er að hafi gerst er að flugmennirnir hafi gert mistök, vélarbilun hafi orðið og að flugrán eða hryðjuverk hafi verið framið. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Malasíski herinn segist hafa undir höndum sönnungargögn frá ratsjá sem sýnir að hin týnda Boeing 777-farþegaþotan hafi breytt um stefnu. Hún náði alla leið til Malaccasunds, hundruð kílómetra frá því svæði þar sem vitað var um síðustu ferðir hennar. Rodzali Daud, yfirmaður malasíska flughersins, sagði að ratsjá á herstöð hafi komið auga á flugvélina skammt frá eyjunni Lulau Perak, sem er norðanmegin á sundinu. Annar háttsettur yfirmaður í hernum staðfesti fregnina og bætti við að allt benti til þess að vélin hefði verið í lágflugi. Interpol sendi í gær frá sér mynd af tveimur Írönum sem ferðuðust með stolin vegabréf um borð í flugvélinni, sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardaginn. Þeir heita Pouri Nourmohammadi, nítján ára, og Delavar Seyedmohammaderza, 29 ára. Talið er að nítján ára pilturinn hafi ætlað að sækja um hæli í Þýskalandi. Noble segir að miðað við þessar upplýsingar hafi dregið úr líkunum á því að flugvélin hafi horfið vegna hryðjuverka. Ekkert brak úr flugvélinni hefur fundist. Malasísk yfirvöld höfðu stækkað leitarsvæði sitt í von um að finna vélina en munu nú einbeita sér að Malaccasundi. Að sögn flugfélagsins Malaysia Airlines sendu flugmennirnir ekki út neyðarkall, sem gefur í skyn að eitthvað hafi gerst í skyndi án þess að þeir hafi getað látið vita í tæka tíð. Á meðal þess sem talið er að hafi gerst er að flugmennirnir hafi gert mistök, vélarbilun hafi orðið og að flugrán eða hryðjuverk hafi verið framið.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira