Ég og dýnan mín Berglind Pétursdóttir skrifar 10. mars 2014 00:00 Oj, af hverju ferðu í jóga, er það ekki ógeðslega leiðinlegt? spurði vinkona mín sem er meira fyrir að klifra í köðlum og leika eftir hegðunarmynstri apa undir dúndrandi takti Eye of the Tiger. Ég, undir stjórn míns þrautþjálfaða jóga-hugar, sá mér ekki fært að ergjast yfir þessum fordómafullu spurningum, heldur lagði ég hönd mína á enni hennar og sendi endurnærandi strauma langt ofan í orkustöðvar. Síðan kveikti ég á reykelsi, setti upp eþnískan vefjarhött og útskýrði hvernig hugur og líkami vinna saman að vellíðan í jóga. Þessi vinkona mín er í dag gerbreytt manneskja og lifir í sátt og samlyndi við menn og dýr – og jóga. Þegar þú stígur inn í jógasal og á þar til gerða jógadýnu skilurðu allt dagsins amstur eftir fyrir utan. Þú þarft bara að einbeita þér að sjálfum þér. Ef þú ferð eitthvað að gægjast hvað hinir eru að gera missirðu einfaldlega jafnvægið og ekkert gengur upp. Þú ferðast inn á við. Þetta er gott til að hreinsa til í huganum og sjá hvað maður er í alvörunni að pæla. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að það er alveg glatað að vera stressaður og óviss og rannsóknir eru, eins og við vitum öll, áreiðanlegar. Að jógatímanum loknum þakkarðu jörðinni fyrir að bera þig (takk aftur jörð, þú stendur þig vel) og ferð aftur út í samfélagið aðeins tengdari sjálfum þér og kosmósnum öllum. Það er stundum gott þegar maður býr í samfélagi sem á það til að leika á reiðiskjálfi. Ég mæli því með að allir skelli sér aðeins í jógasalinn, hann er víða. Bæði ráðamenn og óbreyttir kommentarar víðsvegar um land allt. Það getur ekkert nema gott komið út úr því. Kannski getum við öll einhvern tímann klætt okkur í víðar vafningsbuxur og kyrjað saman í hring í staðinn fyrir að vera alltaf með ónot. Namaste allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun
Oj, af hverju ferðu í jóga, er það ekki ógeðslega leiðinlegt? spurði vinkona mín sem er meira fyrir að klifra í köðlum og leika eftir hegðunarmynstri apa undir dúndrandi takti Eye of the Tiger. Ég, undir stjórn míns þrautþjálfaða jóga-hugar, sá mér ekki fært að ergjast yfir þessum fordómafullu spurningum, heldur lagði ég hönd mína á enni hennar og sendi endurnærandi strauma langt ofan í orkustöðvar. Síðan kveikti ég á reykelsi, setti upp eþnískan vefjarhött og útskýrði hvernig hugur og líkami vinna saman að vellíðan í jóga. Þessi vinkona mín er í dag gerbreytt manneskja og lifir í sátt og samlyndi við menn og dýr – og jóga. Þegar þú stígur inn í jógasal og á þar til gerða jógadýnu skilurðu allt dagsins amstur eftir fyrir utan. Þú þarft bara að einbeita þér að sjálfum þér. Ef þú ferð eitthvað að gægjast hvað hinir eru að gera missirðu einfaldlega jafnvægið og ekkert gengur upp. Þú ferðast inn á við. Þetta er gott til að hreinsa til í huganum og sjá hvað maður er í alvörunni að pæla. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að það er alveg glatað að vera stressaður og óviss og rannsóknir eru, eins og við vitum öll, áreiðanlegar. Að jógatímanum loknum þakkarðu jörðinni fyrir að bera þig (takk aftur jörð, þú stendur þig vel) og ferð aftur út í samfélagið aðeins tengdari sjálfum þér og kosmósnum öllum. Það er stundum gott þegar maður býr í samfélagi sem á það til að leika á reiðiskjálfi. Ég mæli því með að allir skelli sér aðeins í jógasalinn, hann er víða. Bæði ráðamenn og óbreyttir kommentarar víðsvegar um land allt. Það getur ekkert nema gott komið út úr því. Kannski getum við öll einhvern tímann klætt okkur í víðar vafningsbuxur og kyrjað saman í hring í staðinn fyrir að vera alltaf með ónot. Namaste allir.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun