Hönnunarferðamenn eyða meiru og dvelja lengur Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. mars 2014 13:00 Greipur Gíslason BB/Halldór Sveinbjörnsson HönnunarMars fer fram í sjötta skipti í lok mánaðarins. Undirbúningur stendur sem hæst en endanleg dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í næstu viku. Vel yfir 100 viðburðir eru skráðir til leiks en í ár er metfjöldi erlendra þátttakenda í dagskránni. „Hátíðin er farin að vekja meiri athygli meðal hönnuða utan landsteinanna og virðist hafa eitthvert aðdráttarafl,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Þetta stafar sjálfsagt af nokkrum mismunandi hlutum eins og auknum áhuga erlendra blaðamanna sem erlendir hönnuðir vilja komast í, eins er það hátíðin sjálf og stemningin hér sem dregur að.“ Það virðist sem almennum erlendum gestum fjölgi töluvert milli ára. „Við finnum fyrir miklum áhuga meðal skólahópa og fagfólks, frá Evrópu og Ameríku. Hátíðin hefur á sér ferskan og skemmtilegan blæ sem er blanda af Reykjavík, Íslandi, grasrót og vonandi einhverri fag- og atvinnumennsku.“ Greipur segir takmarkið auðvitað vera að fjölga þessum ferðamönnum því dæmin sanni að hönnunarferðamenn séu góðir gestir, dvelji lengur, eyði meiru og gangi vel um. „Já, á næstu fjórum árum vil ég sjá þúsund erlenda gesti á HönnunarMars, það er mjög raunhæft.“ Hápunktur HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks. Í ár er hann stjörnum prýddur. Hefur það ekki jákvæð áhrif? „Auðvitað, flott dagskrá með áhugaverðum atriðum hefur alltaf áhrif og vekur athygli. Mörg stór erlend blöð og tímarit hafa sett sig í samband við HönnunarMars og óskað eftir því að fá að koma til að fjalla sérstaklega um DesignTalks. Þar virðist ameríski tískukóngurinn Calvin Klein eiga stóran hlut að máli en hann heldur mjög sjaldan fyrirlestra eins og hann hyggst gera hér á HönnunarMars.“ HönnunarMars Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
HönnunarMars fer fram í sjötta skipti í lok mánaðarins. Undirbúningur stendur sem hæst en endanleg dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í næstu viku. Vel yfir 100 viðburðir eru skráðir til leiks en í ár er metfjöldi erlendra þátttakenda í dagskránni. „Hátíðin er farin að vekja meiri athygli meðal hönnuða utan landsteinanna og virðist hafa eitthvert aðdráttarafl,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Þetta stafar sjálfsagt af nokkrum mismunandi hlutum eins og auknum áhuga erlendra blaðamanna sem erlendir hönnuðir vilja komast í, eins er það hátíðin sjálf og stemningin hér sem dregur að.“ Það virðist sem almennum erlendum gestum fjölgi töluvert milli ára. „Við finnum fyrir miklum áhuga meðal skólahópa og fagfólks, frá Evrópu og Ameríku. Hátíðin hefur á sér ferskan og skemmtilegan blæ sem er blanda af Reykjavík, Íslandi, grasrót og vonandi einhverri fag- og atvinnumennsku.“ Greipur segir takmarkið auðvitað vera að fjölga þessum ferðamönnum því dæmin sanni að hönnunarferðamenn séu góðir gestir, dvelji lengur, eyði meiru og gangi vel um. „Já, á næstu fjórum árum vil ég sjá þúsund erlenda gesti á HönnunarMars, það er mjög raunhæft.“ Hápunktur HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks. Í ár er hann stjörnum prýddur. Hefur það ekki jákvæð áhrif? „Auðvitað, flott dagskrá með áhugaverðum atriðum hefur alltaf áhrif og vekur athygli. Mörg stór erlend blöð og tímarit hafa sett sig í samband við HönnunarMars og óskað eftir því að fá að koma til að fjalla sérstaklega um DesignTalks. Þar virðist ameríski tískukóngurinn Calvin Klein eiga stóran hlut að máli en hann heldur mjög sjaldan fyrirlestra eins og hann hyggst gera hér á HönnunarMars.“
HönnunarMars Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira